Ferðamönnum fækkar á Norðausturlandi

Goðafoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem fjöldi ferðamanna er …
Goðafoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem fjöldi ferðamanna er mældur. mbl.is/RAX

Fyrstu samanburðartölur sýna að það varð umtalsverð fækkun á fjölda ferðamanna sem fór í gegnum þessa mæla,“ segir Stefán J.K. Jeppesen, framkvæmdastjóri TGJ Teiknistofu. Fyrirtækið setti upp teljara sem mæla fjölda ferðafólk og samkvæmt fyrstu samanburðartölum fækkar feðrafólki á Norðausturlandi í apríl, miðað við sama mánuð í fyrra.

TGJ Teiknistofa greindi frá því á Facebook-síðu sinni í síðustu viku að allt að 39% færri ferðamenn væru að meðaltali á ferðinni það sem liðið væri af apríl miðað við apríl í fyrra. Miðað er við teljara við Goðafoss og Dimmuborgir.

„Þetta eru rauntímateljarar sem ekki eru neins staðar annars staðar þannig að það hefur ekki verið hægt að fylgjast svona nákvæmlega með þessu fyrr en núna,“ segir Stefán.

Ferðamönnum sem eru á ferð á Norðausturlandi hefur fækkað frá …
Ferðamönnum sem eru á ferð á Norðausturlandi hefur fækkað frá því í fyrra. Ljósmynd/TGJ Teiknistofa

 

Munurinn hefur aðeins lagast síðan færslan var birt á Facebook en Stefán segir núna um 33% fækkun frá því í fyrra. Hann segir mögulegt að tilfærsla á páskum spili inn í muninn á fyrstu vikum apríl.

Auk teljaranna við Goðafoss og Dimmuborgir eru til að mynda teljarar á Þingvöllum, við Grábrók og Gullfoss. „Núna í maí fer að detta inn samanburður á milli ára hjá Gullfossi og það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig það verður,“ segir Stefán.

Dimmuborgir.
Dimmuborgir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert