Líkfundur í Kópavogi

mbl.is/Hjörtur

Lík af karlmanni fannst í Kópavogi í nótt. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Ekki er þó talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu um málið klukkan 9:02

„Erlendur karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Kópavogi á fimmta tímanum í morgun. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.“

mbl.is