„Ég er ekki kunningi Braga“

Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni.
Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni. mbl.is/Ófeigur

Faðir mannsins sem fjallað hefur verið um í Stundinni segir í yfirlýsingu að enginn kunningsskapur sé á milli sín og Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu. 

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi Guðbrandsson hafi beitt sér fyrir því að ungur maður fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um kynferðisbrot gegn. Bragi hafi átt í ítrekuðum samskiptum við föður mannsins sem er þjóðkirkjuprestur og að hann hafi hlutast til um málsmeðferðina hjá barnaverndarnefnd. Er faðirinn sagður málkunnugur Braga frá því að þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. 

Faðir mannsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stundarinnar þar sem hann tekur fram að hann sé ekki „kunningi“ Braga. Hann segir að að hann hafi einu sinni hitt Braga, einhvern tímann á árunum 1981-1986, og að óskiljanlegt sé að fullyrðing um kunningjaskap hafi ratað í fjölmiðla. 

Ríkisútvarpið greinir frá því að opnum fundi velferðarnefndar, þar sem ræða á meint afskipti Braga, verði frestað fram á miðvikudag.

Hér að neðan er yfirlýsing föðurins. 

Ég er föðurafi tveggja stúlkna sem hafa þurft að þola það að viðkvæmum trúnaðargögnum um þær hefur verið lekið í fjölmiðla, af því er virðist vegna einhvers konar innbyrðis deilna milli embættismanna. Mig hryllir við að einhver hafi notað saklaus börn sem vopn í deilum á vinnustað eða á Alþingi. Þá finn ég til mikils vanmáttar gagnvart stjórnsýslu þar sem aðgangur fjölmiðla að slíkum viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum virðist vera meiri en aðgangur þeirra sem sagðir eru málsaðilar í málunum.

Ég er einnig faðir drengs sem hefur verið málaður upp sem skrímsli í Stundinni, en þar er því nánast slegið föstu að hann sé hættulegur kynferðisbrotamaður, þrátt fyrir að rannsókn lögreglu og Barnahúss hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert renndi stoðum undir ávirðingar barnsmóður hans og fjölskyldu hennar gagnvart honum sem bornar voru upp í umgengni- og forræðisdeilu.

Ég geri mér grein fyrir því að til eru þeir sem telja alla þá sem sakaðir eru um glæpi seka um þá þar til annað sannast. Því alvarlegri sem glæpirnir eru, því ofstækisfyllra er sumt fólk í því að fordæma samborgara sína á grundvelli ásakanna einna. Þeir sem eru þannig innrættir verða að eiga það við sjálfa sig.

Sannleikurinn er hins vegar sá að barnaverndaryfirvöld hafa aldrei tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum. Lögregla og Barnahús hafa rannsakað ásakanir sem áttu uppruna sinn hjá barnsmóður hans, en komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að þær ættu við rök að styðjast. Það er staðan í dag og á ég ekki von á því að það breytist, þar sem slík brot áttu sér aldrei stað.

Vinkona barnsmóður sonar míns, sem starfar hjá barnaverndarnefnd og hefur farið mikinn í málinu, heldur því fram að í gangi sé ‚rannsókn‘ um þessar ásakanir, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur því ekki fengist svarað hvers eðlis slík rannsókn er sögð vera eða hvers vegna þeir aðilar sem eiga að framkvæma slíka rannsókn, þ.e. lögregla og Barnahús, hafa ekkert aðhafst í nær tvö ár og telja málinu lokið.

Barnsmóðir sonar míns hefur notað það sem eina af fjölmörgum átyllum síðustu ár til að tálma umgengni að barnaverndarnefnd eða lögregla banni hana. Lögregla hefur getað staðfest að það sé ekki satt að þeir hafi nokkurn tíman haft afskipti af umgengni sonar míns við börn sín. Barnaverndarnefnd svaraði hins vegar ekki fyrirspurnum frá syni mínum eða lögmanni hans um það hvort að til væri einhver ákvörðun þar sem umgengni væri takmörkuð eða hvort yfirhöfuð væri eitthvað mál í gangi hjá þeim sem hefði áhrif á gildandi umgengnissamkomulag.

Það var vegna þess að ég fékk engin svör frá barnaverndarnefnd og vegna framgöngu vinkonu barnsmóður sonar míns í málinu að ég hafði samband við Barnaverndarstofu og lagði þar fram formlega kvörtun um málsmeðferð barnaverndarnefndar. Ég ritaði forstjóra þar einnig tölvupóst yfir jól og áramót, eins og reyndar flestum eða öllum yfirmönnum barnaverndarnefndar, sem og öllum öðrum sem ég taldi vera færa um að aðhafast eitthvað til að koma á umgengni á meðan móðir héldi því fram að barnaverndarnefnd bannaði hana.

Ég finn mig knúinn til að taka fram að ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda. Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann. Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, einhvern tímann á árunum 1981-1986, þegar ég var formaður barnaverndarnefndar og hann starfaði hjá Kópavogsbæ. Það er allur kunningsskapur minn við hann og skil ég ekki hvernig sú fullyrðing hefur ratað í fjölmiðla og jafnvel þingsal að tengsl væru okkar á milli.

Ég skrifaði tölvupósta til allra yfirmanna barnayfirvalda sem ég fann sem gátu mögulega liðsinnt mér vegna þess að eiginkona mín og amma barnanna var dauðvona. Hún vildi fá að verja einhverjum stundum með barnabörnum sínum um þessar síðustu hátíðir sínar. Til að reyna að ná því fram ónáðaði ég alla opinbera starfsmenn sem mér hugkvæmdust.

Það hafði að minnsta kosti þau áhrif að lögmaður sonar míns fékk einhver svör um umgengni, en hann fékk um þetta leyti staðfest að það væri ekki barnaverndarnefnd sem takmarkaði umgengni, heldur einungis barnsmóðir sonar míns. Þannig gat hvorki Bragi Guðbrandsson eða nokkur annar opinber aðili haft afskipti af því að koma á umgengni, þrátt fyrir að vissulega hafi ég reynt hvað ég gat til að fá barnaverndaryfirvöld til að hafa milligöngu á einhvern hátt.

Eiginkona mín fékk ekki að sjá barnabörnin sín síðustu jólin sem hún lifði. Hún sá þær varla í meira en klukkustund áður en hún dó, undir lokin þegar hún hafði varla meðvitund til að vita af þeim. Ef ég hefði einhver völd eða sambönd sem ég hefði getað notað til að breyta því hefði ég gert það. En það var bara þannig að það var ekki opinber aðili sem réði þessu og þannig enginn til að hafa óeðlileg afskipti af mér í hag. Það var heift barnsmóður sonar míns í umgengnisdeilu sinni við son minn sem kom í veg fyrir að við gætum haldið upp á síðustu jólahátíð hennar með allri fjölskyldunni. Það er þyngra en tárum taki.

Ég bið vinsamlegast fjölmiðla, þingmenn og almenning að leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri. Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.

Höfundur er prestur og fyrrum formaður barnaverndarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

Í gær, 16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

Í gær, 14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

Í gær, 14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

Í gær, 13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

Í gær, 12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

Í gær, 12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »