„Ég er ekki kunningi Braga“

Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni.
Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni. mbl.is/Ófeigur

Faðir mannsins sem fjallað hefur verið um í Stundinni segir í yfirlýsingu að enginn kunningsskapur sé á milli sín og Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu. 

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi Guðbrandsson hafi beitt sér fyrir því að ungur maður fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um kynferðisbrot gegn. Bragi hafi átt í ítrekuðum samskiptum við föður mannsins sem er þjóðkirkjuprestur og að hann hafi hlutast til um málsmeðferðina hjá barnaverndarnefnd. Er faðirinn sagður málkunnugur Braga frá því að þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. 

Faðir mannsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stundarinnar þar sem hann tekur fram að hann sé ekki „kunningi“ Braga. Hann segir að að hann hafi einu sinni hitt Braga, einhvern tímann á árunum 1981-1986, og að óskiljanlegt sé að fullyrðing um kunningjaskap hafi ratað í fjölmiðla. 

Ríkisútvarpið greinir frá því að opnum fundi velferðarnefndar, þar sem ræða á meint afskipti Braga, verði frestað fram á miðvikudag.

Hér að neðan er yfirlýsing föðurins. 

Ég er föðurafi tveggja stúlkna sem hafa þurft að þola það að viðkvæmum trúnaðargögnum um þær hefur verið lekið í fjölmiðla, af því er virðist vegna einhvers konar innbyrðis deilna milli embættismanna. Mig hryllir við að einhver hafi notað saklaus börn sem vopn í deilum á vinnustað eða á Alþingi. Þá finn ég til mikils vanmáttar gagnvart stjórnsýslu þar sem aðgangur fjölmiðla að slíkum viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum virðist vera meiri en aðgangur þeirra sem sagðir eru málsaðilar í málunum.

Ég er einnig faðir drengs sem hefur verið málaður upp sem skrímsli í Stundinni, en þar er því nánast slegið föstu að hann sé hættulegur kynferðisbrotamaður, þrátt fyrir að rannsókn lögreglu og Barnahúss hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert renndi stoðum undir ávirðingar barnsmóður hans og fjölskyldu hennar gagnvart honum sem bornar voru upp í umgengni- og forræðisdeilu.

Ég geri mér grein fyrir því að til eru þeir sem telja alla þá sem sakaðir eru um glæpi seka um þá þar til annað sannast. Því alvarlegri sem glæpirnir eru, því ofstækisfyllra er sumt fólk í því að fordæma samborgara sína á grundvelli ásakanna einna. Þeir sem eru þannig innrættir verða að eiga það við sjálfa sig.

Sannleikurinn er hins vegar sá að barnaverndaryfirvöld hafa aldrei tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum. Lögregla og Barnahús hafa rannsakað ásakanir sem áttu uppruna sinn hjá barnsmóður hans, en komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að þær ættu við rök að styðjast. Það er staðan í dag og á ég ekki von á því að það breytist, þar sem slík brot áttu sér aldrei stað.

Vinkona barnsmóður sonar míns, sem starfar hjá barnaverndarnefnd og hefur farið mikinn í málinu, heldur því fram að í gangi sé ‚rannsókn‘ um þessar ásakanir, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur því ekki fengist svarað hvers eðlis slík rannsókn er sögð vera eða hvers vegna þeir aðilar sem eiga að framkvæma slíka rannsókn, þ.e. lögregla og Barnahús, hafa ekkert aðhafst í nær tvö ár og telja málinu lokið.

Barnsmóðir sonar míns hefur notað það sem eina af fjölmörgum átyllum síðustu ár til að tálma umgengni að barnaverndarnefnd eða lögregla banni hana. Lögregla hefur getað staðfest að það sé ekki satt að þeir hafi nokkurn tíman haft afskipti af umgengni sonar míns við börn sín. Barnaverndarnefnd svaraði hins vegar ekki fyrirspurnum frá syni mínum eða lögmanni hans um það hvort að til væri einhver ákvörðun þar sem umgengni væri takmörkuð eða hvort yfirhöfuð væri eitthvað mál í gangi hjá þeim sem hefði áhrif á gildandi umgengnissamkomulag.

Það var vegna þess að ég fékk engin svör frá barnaverndarnefnd og vegna framgöngu vinkonu barnsmóður sonar míns í málinu að ég hafði samband við Barnaverndarstofu og lagði þar fram formlega kvörtun um málsmeðferð barnaverndarnefndar. Ég ritaði forstjóra þar einnig tölvupóst yfir jól og áramót, eins og reyndar flestum eða öllum yfirmönnum barnaverndarnefndar, sem og öllum öðrum sem ég taldi vera færa um að aðhafast eitthvað til að koma á umgengni á meðan móðir héldi því fram að barnaverndarnefnd bannaði hana.

Ég finn mig knúinn til að taka fram að ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda. Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann. Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, einhvern tímann á árunum 1981-1986, þegar ég var formaður barnaverndarnefndar og hann starfaði hjá Kópavogsbæ. Það er allur kunningsskapur minn við hann og skil ég ekki hvernig sú fullyrðing hefur ratað í fjölmiðla og jafnvel þingsal að tengsl væru okkar á milli.

Ég skrifaði tölvupósta til allra yfirmanna barnayfirvalda sem ég fann sem gátu mögulega liðsinnt mér vegna þess að eiginkona mín og amma barnanna var dauðvona. Hún vildi fá að verja einhverjum stundum með barnabörnum sínum um þessar síðustu hátíðir sínar. Til að reyna að ná því fram ónáðaði ég alla opinbera starfsmenn sem mér hugkvæmdust.

Það hafði að minnsta kosti þau áhrif að lögmaður sonar míns fékk einhver svör um umgengni, en hann fékk um þetta leyti staðfest að það væri ekki barnaverndarnefnd sem takmarkaði umgengni, heldur einungis barnsmóðir sonar míns. Þannig gat hvorki Bragi Guðbrandsson eða nokkur annar opinber aðili haft afskipti af því að koma á umgengni, þrátt fyrir að vissulega hafi ég reynt hvað ég gat til að fá barnaverndaryfirvöld til að hafa milligöngu á einhvern hátt.

Eiginkona mín fékk ekki að sjá barnabörnin sín síðustu jólin sem hún lifði. Hún sá þær varla í meira en klukkustund áður en hún dó, undir lokin þegar hún hafði varla meðvitund til að vita af þeim. Ef ég hefði einhver völd eða sambönd sem ég hefði getað notað til að breyta því hefði ég gert það. En það var bara þannig að það var ekki opinber aðili sem réði þessu og þannig enginn til að hafa óeðlileg afskipti af mér í hag. Það var heift barnsmóður sonar míns í umgengnisdeilu sinni við son minn sem kom í veg fyrir að við gætum haldið upp á síðustu jólahátíð hennar með allri fjölskyldunni. Það er þyngra en tárum taki.

Ég bið vinsamlegast fjölmiðla, þingmenn og almenning að leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri. Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.

Höfundur er prestur og fyrrum formaður barnaverndarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »

Æft á morgun í Valsheimilinu

Í gær, 21:37 „Það verður æft á morgun í Valsheimilinu,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals í samtali við mbl.is. Ljós komst aftur á á Hlíðarenda á níunda tímanum í kvöld, eftir mikið vatnstjón í húsinu. Meira »

Hafna vinnupíningu sem svari við vandamálum

Í gær, 21:11 Stjórn Eflingar – stéttarfélags tekur undir með Öryrkjabandalaginu að stjórnvöldum beri að efla núverandi kerfi örorkumats í stað þess að „efna til tilraunastarfsemi með líf og kjör öryrkja undir merkjum svokallaðs starfsgetumats“ sem sagt er hafa gefist afar illa í nágrannalöndunum. Meira »

Hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Í gær, 20:58 Haukur Ingvarsson hlaut í dag 18. október Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðahandritið Vistarverur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Meira »

Leita að nýju húsnæði fyrir Vínskólann

Í gær, 20:51 Aflýsa varð fyrirhugðum hausnámskeiðum Vínskólans um vín og mat eftir að Hótel Reykjavík Centrum, sem hefur hýst námskeiðin síðan 2005, greindi forsvarsmönnum frá að þeir hafi lokað veitingahúsinu Fjalakettinum. Meira »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

Í gær, 19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

Í gær, 19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

Í gær, 19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóni vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

Í gær, 18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

Í gær, 18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Í gær, 18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

Í gær, 18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

Í gær, 18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

Í gær, 17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

Í gær, 17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Í gær, 16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

Í gær, 16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...