„Ég er ekki kunningi Braga“

Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni.
Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni. mbl.is/Ófeigur

Faðir mannsins sem fjallað hefur verið um í Stundinni segir í yfirlýsingu að enginn kunningsskapur sé á milli sín og Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu. 

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi Guðbrandsson hafi beitt sér fyrir því að ungur maður fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um kynferðisbrot gegn. Bragi hafi átt í ítrekuðum samskiptum við föður mannsins sem er þjóðkirkjuprestur og að hann hafi hlutast til um málsmeðferðina hjá barnaverndarnefnd. Er faðirinn sagður málkunnugur Braga frá því að þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. 

Faðir mannsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stundarinnar þar sem hann tekur fram að hann sé ekki „kunningi“ Braga. Hann segir að að hann hafi einu sinni hitt Braga, einhvern tímann á árunum 1981-1986, og að óskiljanlegt sé að fullyrðing um kunningjaskap hafi ratað í fjölmiðla. 

Ríkisútvarpið greinir frá því að opnum fundi velferðarnefndar, þar sem ræða á meint afskipti Braga, verði frestað fram á miðvikudag.

Hér að neðan er yfirlýsing föðurins. 

Ég er föðurafi tveggja stúlkna sem hafa þurft að þola það að viðkvæmum trúnaðargögnum um þær hefur verið lekið í fjölmiðla, af því er virðist vegna einhvers konar innbyrðis deilna milli embættismanna. Mig hryllir við að einhver hafi notað saklaus börn sem vopn í deilum á vinnustað eða á Alþingi. Þá finn ég til mikils vanmáttar gagnvart stjórnsýslu þar sem aðgangur fjölmiðla að slíkum viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum virðist vera meiri en aðgangur þeirra sem sagðir eru málsaðilar í málunum.

Ég er einnig faðir drengs sem hefur verið málaður upp sem skrímsli í Stundinni, en þar er því nánast slegið föstu að hann sé hættulegur kynferðisbrotamaður, þrátt fyrir að rannsókn lögreglu og Barnahúss hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert renndi stoðum undir ávirðingar barnsmóður hans og fjölskyldu hennar gagnvart honum sem bornar voru upp í umgengni- og forræðisdeilu.

Ég geri mér grein fyrir því að til eru þeir sem telja alla þá sem sakaðir eru um glæpi seka um þá þar til annað sannast. Því alvarlegri sem glæpirnir eru, því ofstækisfyllra er sumt fólk í því að fordæma samborgara sína á grundvelli ásakanna einna. Þeir sem eru þannig innrættir verða að eiga það við sjálfa sig.

Sannleikurinn er hins vegar sá að barnaverndaryfirvöld hafa aldrei tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum. Lögregla og Barnahús hafa rannsakað ásakanir sem áttu uppruna sinn hjá barnsmóður hans, en komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að þær ættu við rök að styðjast. Það er staðan í dag og á ég ekki von á því að það breytist, þar sem slík brot áttu sér aldrei stað.

Vinkona barnsmóður sonar míns, sem starfar hjá barnaverndarnefnd og hefur farið mikinn í málinu, heldur því fram að í gangi sé ‚rannsókn‘ um þessar ásakanir, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur því ekki fengist svarað hvers eðlis slík rannsókn er sögð vera eða hvers vegna þeir aðilar sem eiga að framkvæma slíka rannsókn, þ.e. lögregla og Barnahús, hafa ekkert aðhafst í nær tvö ár og telja málinu lokið.

Barnsmóðir sonar míns hefur notað það sem eina af fjölmörgum átyllum síðustu ár til að tálma umgengni að barnaverndarnefnd eða lögregla banni hana. Lögregla hefur getað staðfest að það sé ekki satt að þeir hafi nokkurn tíman haft afskipti af umgengni sonar míns við börn sín. Barnaverndarnefnd svaraði hins vegar ekki fyrirspurnum frá syni mínum eða lögmanni hans um það hvort að til væri einhver ákvörðun þar sem umgengni væri takmörkuð eða hvort yfirhöfuð væri eitthvað mál í gangi hjá þeim sem hefði áhrif á gildandi umgengnissamkomulag.

Það var vegna þess að ég fékk engin svör frá barnaverndarnefnd og vegna framgöngu vinkonu barnsmóður sonar míns í málinu að ég hafði samband við Barnaverndarstofu og lagði þar fram formlega kvörtun um málsmeðferð barnaverndarnefndar. Ég ritaði forstjóra þar einnig tölvupóst yfir jól og áramót, eins og reyndar flestum eða öllum yfirmönnum barnaverndarnefndar, sem og öllum öðrum sem ég taldi vera færa um að aðhafast eitthvað til að koma á umgengni á meðan móðir héldi því fram að barnaverndarnefnd bannaði hana.

Ég finn mig knúinn til að taka fram að ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda. Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann. Ég hef hitt Braga einu sinni á ævinni, einhvern tímann á árunum 1981-1986, þegar ég var formaður barnaverndarnefndar og hann starfaði hjá Kópavogsbæ. Það er allur kunningsskapur minn við hann og skil ég ekki hvernig sú fullyrðing hefur ratað í fjölmiðla og jafnvel þingsal að tengsl væru okkar á milli.

Ég skrifaði tölvupósta til allra yfirmanna barnayfirvalda sem ég fann sem gátu mögulega liðsinnt mér vegna þess að eiginkona mín og amma barnanna var dauðvona. Hún vildi fá að verja einhverjum stundum með barnabörnum sínum um þessar síðustu hátíðir sínar. Til að reyna að ná því fram ónáðaði ég alla opinbera starfsmenn sem mér hugkvæmdust.

Það hafði að minnsta kosti þau áhrif að lögmaður sonar míns fékk einhver svör um umgengni, en hann fékk um þetta leyti staðfest að það væri ekki barnaverndarnefnd sem takmarkaði umgengni, heldur einungis barnsmóðir sonar míns. Þannig gat hvorki Bragi Guðbrandsson eða nokkur annar opinber aðili haft afskipti af því að koma á umgengni, þrátt fyrir að vissulega hafi ég reynt hvað ég gat til að fá barnaverndaryfirvöld til að hafa milligöngu á einhvern hátt.

Eiginkona mín fékk ekki að sjá barnabörnin sín síðustu jólin sem hún lifði. Hún sá þær varla í meira en klukkustund áður en hún dó, undir lokin þegar hún hafði varla meðvitund til að vita af þeim. Ef ég hefði einhver völd eða sambönd sem ég hefði getað notað til að breyta því hefði ég gert það. En það var bara þannig að það var ekki opinber aðili sem réði þessu og þannig enginn til að hafa óeðlileg afskipti af mér í hag. Það var heift barnsmóður sonar míns í umgengnisdeilu sinni við son minn sem kom í veg fyrir að við gætum haldið upp á síðustu jólahátíð hennar með allri fjölskyldunni. Það er þyngra en tárum taki.

Ég bið vinsamlegast fjölmiðla, þingmenn og almenning að leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri. Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.

Höfundur er prestur og fyrrum formaður barnaverndarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir leikja Íslands í opinni dagskrá

Í gær, 21:20 Tveir af fjórum leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karlalandsliða í knattspyrnu verða í opinni dagskrá. Þetta segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Vodafone, en Þjóðadeildin verður að öðru leyti í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport. Meira »

Andlega erfið hlaupaleið

Í gær, 21:00 Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“ sökum lítillar hvatningar á löngum köflum, segir Arnar Pétursson, sem í gær varð Íslandsmeistari í maraþoni er hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:46 Meintum hnífstungumanni var sleppt að loknum yfirheyrslum í dag. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa stungið annan mann ítrekað í neðri hluta líkamans á fimmta tímanum í nótt. Meira »

Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

Í gær, 20:26 Olía fór í sjóinn við höfnina á Fáskrúðsfirði nú undir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Á bilinu 1.000-1.500 lítrar af olíu fóru í sjóinn, segir Grétar Helgi Geirsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla. Meira »

Lifa lífinu í gegnum aðra

Í gær, 20:15 Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira »

Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

Í gær, 19:42 Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík. Meira »

Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

Í gær, 19:25 Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

Í gær, 18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

Í gær, 14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

Í gær, 14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

Í gær, 13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

Í gær, 12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

Í gær, 12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

Í gær, 10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

Í gær, 09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

Í gær, 08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

Í gær, 07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

í gær Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

í fyrradag Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...