Fékk tvær milljónir í Jóker

Enginn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu í kvöld. Þrír áskrifendur voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rúmlega 135 þúsund krónur.

Einn miðahafi var með 1. vinning í Jóker og fær sá heppni 2 milljónir króna fyrir sinn snúð. Þá voru tveir áskrifendur með 2. vinning, þ.e. fjórar tölur í réttri röð í Jóker, og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

Fyrstu vinningur kvöldsins var rúmlega 24 milljónir svo von er á góðum potti næsta laugardag.

Vinningstölur kvöldsins eru þessar:

17-25-30-35-38 og bónustalan var 16.

mbl.is