Bragi leitar til umboðsmanns Alþingis

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu. Ljósmynd/Aðsend

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis á morgun og óska eftir því að hann taki til skoðunar þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarið.

Mun skoða framboð í ljósi niðurstöðu umboðsmanns

Bragi sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrir skömmu. Hann mun óska eftir flýtimeðferð í þeirri von að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Þá segir hann að hann muni skoða framboð sitt til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna næstu fjögur ár í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Ef niðurstaða hans leiði í ljós að Bragi hafi brotið af sér í starfi mun hann axla ábyrgð í samræmi við það.

Stund­in fjallaði um kvartanir barnaverndarnefndanna á föstudag þar sem meðal annars kemur fram að Bragi hefði haft af­skipti á barna­vernd­ar­máli í Hafnar­f­irði sem sner­ist um um­gengni prests­son­ar við dæt­ur sín­ar sem barn­s­móðirin sak­ar hann um að hafa beitt kyn­ferðisof­beldi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd Aþingis, sem séð hef­ur gögn er tengj­ast mál­inu, seg­ir þau að henn­ar mati styrkja frá­sögn Stund­ar­inn­ar.

Boðað hef­ur verið til fund­ar í vel­ferðar­nefnd Alþing­is á morg­un, mánu­dag, þar sem farið verður yfir málið með ráðherra. Bragi hefur einnig óskað eftir að sitja fundinn og sagðist Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, ætla að senda Braga fundarboð í dag.

Yfirlýsing Braga í heild sinni er svohljóðandi:

Umbætur í meðferð kynferðisbrotamála á börnum hafa verið sem rauður þráður í löngum starfsferli mínum.  Ég átti frumkvæði að stofnun Barnahúss á Íslandi á tíma þegar samfélag okkar var í mikilli afneitun á tilvist kynferðisofbeldis gegn börnum á níunda áratug síðustu aldar. Í framhaldi gerðist ég talsmaður þessa barnvænlega og þverfaglega úrræðis á erlendri grund og nú hafa barnahús verið stofnuð um alla Evrópu, í um 60 borgum og 15 ríkjum. Stöðugt bætast fleiri við.

Ég hef flutt fyrirlestra um kynferðisofbeldi á börnum í meira en 40 þjóðríkjum og tekið á móti hátt í 200 erlendum fulltrúum og sendinefndum frá fleiri tugum ríkja til að kynna starfsemi Barnahúss á Íslandi.  Ég hef notið sérstaks trausts hjá alþjóðastofnunum og verið falin margháttuð trúnaðarstörf. Ég læt nægja að nefna Evrópuráðið en á þeim vettvangi hef ég í tvígang verið kjörinn formaður svonefndar Lanzarote nefndar sem hefur eftirlit með bindandi samningi aðildarríkjanna um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.

Eftir farsælan starfsferil hér heima, á vettvangi Eystrasaltsráðsins og Evrópuráðsins hefur það verið draumur minn að ljúka starfsferli mínum í Barnaréttanefnd Sþ. næstu fjögur árin, en um ólaunað hlutastarf er að ræða. Nú hefur skugga verið varpað á framboðið og látið að því liggja að annarlegar hvatir búi að baki ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tilefna mig til framboðs. Og það sem verst er, að frambjóðandinn sé lögbrjótur og hafi brugðist börnum í starfi sínu. Sem embættismaður er ég bundinn trúnaðarskyldu og hef þar af leiðandi lítið getað tjáð mig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi eða veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur og ósannindi sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa borið á borð fyrir þjóðina.

Í ljósi ofangreinds hef ég tekið þá ákvörðun að leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis á morgun og bera fram þá ósk að hann taki til meðferðar alla embættisfærslu mína á Barnaverndarstofu er varðar þau mál sem vikið er að í kvörtunum þeirra tveggja barnaverndarnefnda sem vísað hefur verið til í opinberri umræðu.  Ég mun leita eftir því að málið fái flýtimeðferð þannig að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Það gefur auga leið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

Í gær, 16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

Í gær, 14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

Í gær, 14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

Í gær, 13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

Í gær, 12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

Í gær, 12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Útsala !!! Bækur..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...