Var svolítið hrædd við að hitta Sjón

„Fyrstu mánuðina átti ég erfitt með að fylgjast með í …
„Fyrstu mánuðina átti ég erfitt með að fylgjast með í kennslustundum, ég skildi ekkert. Mér leið eins og þetta væri tímasóun, og að mér tækist aldrei að ná þessu fullkomlega.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég kom fyrst til Íslands fyrir áratug, árið 2007, þegar ég var 25 ára og nýútskrifuð frá kennaraháskóla heima í Peking í Kína. Ég kom til að læra íslensku af því ég ætlaði að verða íslenskukennari við háskóla í Peking sem sérhæfir sig í erlendum tungumálum.“

Þetta segir hin kínverska Shuhui Wang sem stóð við ætlunarverk sitt, fór heim til Peking tveimur árum síðar og hóf störf sem íslenskukennari við Beijing Foreign Studies University. Í millitíðinni hefur húnog  þýtt tvær íslenskar bækur yfir á kínversku.

„Í þeim skóla hefur verið kennd sænska allt frá því árið 1960 og finnska frá því árið 1990. Þar eru meðal annars kennd nokkur afrísk og asísk tungumál, en skólinn vildi bæta við sig kennslu í fleiri tungumálum og auglýsti því eftir útskriftarnemum sem stefndu að því að verða tungumálakennarar. Ég sótti um og valdi íslensku og fékk því að fara til Íslands til að læra þetta framandi tungumál. Ég valdi íslensku vegna þess að þegar ég var í landafræði í menntaskóla var þessi eina lína í kennslubókinni um Ísland: „Reykjavík er hreinasta borg í heimi, vegna nýtingar á jarðhita við upphitun húsa.“ Þessi hreinasta borg hafði af einhverjum ástæðum fest sig í minni mínu, svo ég sló til.“

Sjá viðtal við Wang í heild í Morgunblaðinu í gær.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert