Ásmundur vill óháða rannsókn

Ásmundur Einar Daðason félags- opg jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félags- opg jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur óskað eftir því að óháð rannsókn fari fram á máli Braga Guðbrandssonar og Barnaverndarstofu.

Þetta sagði hann á fundi velferðarnefndar Alþingis.

Bragi hafði áður óskað eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til skoðunar þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið.

Ásmundur sagðist hafa rætt við forsætisráðherra um þessa úttekt, en ekki er komið í ljós hvort leitað verði til umboðsmanns Alþingis eða annars óháðs aðila. Sagði Ásmundur að móta þyrfti frekar verklag og form úttektarinnar og að niðurstaða hennar myndi hafa áhrif varðandi næstu skref, t.d. með tilnefningu Braga í barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Bragi hefur um árabil verið forstjóri Barnaverndarstofu en er nú í leyfi frá störfum.

Bragi Guðbrandsson.
Bragi Guðbrandsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert