Ekki fengið fund með umboðsmanni

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ljósmynd/Aðsend

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur ekki fengið fund með umboðsmanni Alþingis vegna þeirra mála sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Bragi sagðist í yfirlýsingu sinni í gær ætla að leita eftir slíkum fundi í dag.

Í samtali við mbl.is kvaðst Bragi vonast eftir því að funda með umboðsmanni Alþingis í dag en það eigi eftir að koma í ljós.

Spurður út í fund velferðarnefndar Alþingis í morgun með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, vegna barnaverndarmála sagðist Bragi ekki vilja tjá sig um það sem þar fór fram að svo stöddu.

Hann sagðist þó hlakka til að mæta á fund velferðarnefndar á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert