Ferðamönnum í Dimmuborgum fjölgar

Dimmuborgir eru fjölsóttur ferðamannastaður. Þar er náttúran viðkvæm en mikil ...
Dimmuborgir eru fjölsóttur ferðamannastaður. Þar er náttúran viðkvæm en mikil innviðauppbygging hefur átt sér þar stað á síðustu árum. Af Wikipedia

Í vetur hefur ferðamönnum í Mývatnssveit haldið áfram að fjölga þó að vöxturinn sé hægari en undanfarin ár, að sögn Davíðs Örvars Hanssonar, stöðvarstjóra Umhverfisstofnunar á svæðinu. Til að styðja við ferðaþjónustu allt árið hefur Umhverfisstofnun hafið snjómokstur á á göngustígum helstu ferðamannastaða, landvarsla hefur verið aukin yfir vetrarmánuðina og Mývatnsstofa hefur verið opin í vetur í fyrsta skipti og eru gestir frá áramótum um 3.500.

Davíð segir að talning gesta í Dimmuborgum sýni fjölgun milli ára, hvort sem litið er til mæla sem telja göngufólk inni á svæðinu eða bíla sem koma þar að. Í apríl voru gestir í Dimmuborgum um 1.000 í hverri viku samkvæmt talningar á göngufólki og er það fjölgun frá fyrra ári.

Niðurstaða bílatalningar Rögnvaldar Ólafssonar, sérfræðings við Háskóla Íslands, sýnir að aðsókn dróst saman í janúar og febrúar en jókst svo aftur í mars. Í heildina hafa því fleiri ferðamenn komið á svæðið fyrstu mánuði ársins í ár en í fyrra. Miðað við talningu Rögnvaldar fjölgaði gestum um 430 í mars frá síðasta ári; úr 13.187 í 13.617. Árið 2016 voru þeir 8.871 í þeim mánuði svo fjölgunin hefur verið umtalsverð. „Þannig að það er áframhaldandi fjölgun en líklega er hún hægari eins og mátti kannski búast við eftir hraða fjölgun áranna á undan,“ segir Davíð Örvar.

Davíð Örvar Hansson, stöðvarstjóri Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit.
Davíð Örvar Hansson, stöðvarstjóri Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit.

En þola Dimmuborgir svo mikið álag ferðamanna?

„Dimmuborgir eru í rauninni með sterka innviði til að taka við þessum fjölda ferðamanna,“ segir Davíð. Þar sé nú að finna nokkuð langan kafla malbikaðra stíga. „Sá hluti Dimmuborga þolir því alla þá umferð sem þar nú er.“

Davíð bendir á að Dimmuborgir séu áhugaverðar sem ferðamannastaður að því leyti að eftir því sem lengra er haldið inn á svæðið breytist stígarnir og þar með upplifun ferðamanna. Flestir fari aðeins um svæðið á malbikuðu stígunum en svo taki við malarstígar og loks moldarstígar. „Á þeim stígum ertu næstum því einn í heiminum, jafnvel um mitt sumar. Þannig að þarna ættu allir að geta fengið sitt, eftir því hvað það er sem fólk sækist eftir.“

Davíð segir að áður fyrr hafi færri ferðmenn valdi meiri átroðningi og gróðurskemmdum en nú er. Með markvissri uppbyggingu síðustu árin hefur tekist að bæta úr þessu með þeim hætti að svæðið þolir meiri umferð. „Þetta hefur tekist með aukinni landvörslu annars vegar og úthugsaðri uppbyggingu innviða hins vegar.“

Segir hann landvörsluna frumforsendu því með henni sé m.a. upplýsingum komið á framfæri við ferðamenn og þekkingar á umferðinni aflað. „Í kjölfarið er svo hægt að byggja upp af fenginni reynslu.“

Tölur úr bílatalningu Rögnvaldar Ólafssonar í Dimmuborgum.
Tölur úr bílatalningu Rögnvaldar Ólafssonar í Dimmuborgum. Af Facebook

Sú var tíðin að ferðamenn sóttu Mývatnssveit heim nær eingöngu yfir sumarmánuðina. Þetta hefur nú breyst á örfáum árum. „Mývatnssveitin  kemur prýðilega undan vetri,“ segir Davíð. Síðustu daga hafa landverðir unnið að því að tína upp rusl eftir veturinn, „nánast í bílförmum“. Hann segir Mývetninga svo ávallt standa fyrir hreinsunarátaki á vorin til að gera sveitina hreina fyrir sumarið.

Finnst þér ferðamenn sem koma á þetta svæði bera virðingu fyrir þeirri viðkvæmu náttúru sem þar er að finna?

„Ferðamannahópurinn er mjög blandaður,“ svarar Davíð. „Sumir virðast varla vita hvert þeir eru komnir og hverju þeir eiga von á. Aðrir eru búnir að lesa sér vel til og vita meira um svæðið en margir Íslendingar.“

Stígar í Dimmuborgum hafa verið malbikaðir að hluta og þolir ...
Stígar í Dimmuborgum hafa verið malbikaðir að hluta og þolir svæðið því þann ágang ferðamanna sem þar fer nú um.

Hann segir sjö landverði verða að störfum í Mývatnssveit og næsta nágrenni í sumar. Tveir séu að störfum allan ársins hring sem er breyting frá því sem áður var. Þörf hafi verið á því í takt við fjölgun gesta. Hann segir verkefni landvarðanna sífellt vera að fjölga. Að vetri hafi þeir nú það hlutverk að moka snjó af göngustígum til að gera svæðið fært ferðamönnum. Á sumrin, þegar gestakomur margfaldast, séu verkefnin enn fjölbreyttari. „Við erum bara brött fyrir sumarið, þetta lofar góðu,“ segir Davíð.

Facebook-síða friðlýstra svæða í Mývatnssveit

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund krónur úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »
HARMÓNIKUHURÐIR _ ÁLBRAUTIR OG LEGUHJÓL
Getum núna skaffað allar hurðirnar með álbrautum og leguhjólum. Smíðum eftir mál...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...