Köstuðu bensínsprengjum inn

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

 Tilkynnt var um eld í húsi við Súðarvog upp úr miðnætti en íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið kom á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru töluverðar skemmdir á húsnæðinu.

Grunur er um að maður eða menn hafi kastað bensínsprengjum inn um glugga og í húsið. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en að sögn varðstjóra í slökkviliðinu eru bæði fyrirtæki og íbúðir í húsinu sem um ræðir.

Vogabyggð.
Vogabyggð. Mynd/Reykjavík

Lögreglan handtók par á gistiheimili við Baldursgötu í gærkvöldi en þar voru þau í óleyfi í leiguherbergi. Þetta mun vera ítrekað brot hjá þessu pari og voru þau vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert