Rannsóknin ekki hafin yfir gagnrýni

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti á fund hjá velferðarnefnd Alþingis ...
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti á fund hjá velferðarnefnd Alþingis fyrir hádegi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Niðurstaðan var sú að Bragi Guðbrandsson hefði ekki brotið af sér í starfi. Það var niðurstaða ráðuneytisins og sú niðurstaða lá til grundvallar þegar að ákveðið var að hann myndi bjóða sig fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Verði breytingar á þessu, þá að sjálfsögðu verða breytingar á framboðinu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í samtali við mbl.is að loknum opnum fundi velferðarnefndar Alþingis, þar sem hann sat fyrir svörum.

Fram kom á fundinum að Ásmundur Einar hefði farið þess á leit við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að ríkisstjórnin skipi óháðan aðila til að gera úttekt á meintum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af störfum barnaverndarnefnda og rannsókn ráðuneytisins á þeim málum.

Reiknað er með að þessi óháða úttekt, sem ekki hefur verið ákveðið hver framkvæmi, fari fram áður en atkvæðagreiðsla til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fer fram í lok júní.

Einnig kom fram í máli ráðherra að unnið sé að heildarendurskoðun barnaverndarmála hér á landi og að ráðgjafafyrirtækið Expectus hafi verið ráðið til þeirra starfa. Þá segir ráðherra að bæta þurfi eftirlitshlutverk ráðuneytisins með barnaverndarmálum og að sérstök eftirlitsstofnun í þeim efnum taki til starfa í vikunni.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðaði til fundarins til að ræða mál Braga og þá sér í lagi upplýsingagjöf ráðherra til nefndarmanna um rannsókn ráðuneytisins. Hún og fleiri nefndarmenn hafa sagt að þeir telji að Ásmundur Einar hafi ekki veitt velferðarnefnd fullnægjandi upplýsingar um rannsókn ráðuneytisins á fundi 28. febrúar síðastliðinn, þar sem ráðherra kynnti niðurstöðu ráðuneytisins og í raun haldið gögnum frá nefndinni.

Telur sig hafa komið hreint fram

Ásmundur Einar lagði áherslu á það í svörum sínum á fundinum í dag að hann hefði boðið fram allar upplýsingar og öll gögn sem nefndarmenn vildu fá um þetta mál.

„Ég held að ég hafi komið hreint og satt fram við nefndina í öllu sem ég hef komið þarna að,“ segir Ásmundur Einar og vísar til fundarins 28. febrúar. „Í framhaldinu heyri ég ekkert fyrr en það kemur ítarleg gagnabeiðni mánuði seinna. Ég segi bara eins og er að ég hef leitast við að bjóða nefndinni allt það sem að hún vill í þessu máli og ég mun gera það áfram í öðrum málum og þessu máli, hér eftir sem hingað til,“ segir Ásmundur Einar.

„Það hefur verið talsvert mikil gagnrýni á þetta mál í heild sinni og þess vegna held ég að það sé mjög jákvætt að það fari fram óháð athugun á málinu sjálfu og það hefur reyndar verið óskað eftir því af hálfu Braga Guðbrandssonar einnig. Þannig að ég segi bara eins og er, það er mjög jákvætt. Ráðuneytið komst að þessari niðurstöðu, það er ekkert hafið yfir gagnrýni.“

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis.
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nefndarmenn í velferðarnefnd báðu um að fá ítarleg gögn um rannsókn ráðuneytisins þann 21. mars síðastliðinn. Þau gögn fékk nefndin afhent í lok síðustu viku, um 1.000 blaðsíður í heildina, sem trúnaður ríkir um.

Ekki hafa allir þingmennirnir í nefndinni kosið að kynna sér þessi gögn, en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag að hennar mat væri að svör sem fengust frá ráðuneytinu styrktu frásögn Stundarinnar frá því á föstudag, en þar er fjallað um afskipti Braga af barnaverndarmáli í Hafnarfirði.

Enginn vafi megi vera um fulltrúann

Halldóra Mogensen segir að Bragi Guðbrandsson eigi að hennar mati ekki að verða fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.

„Miðað við allar þær upplýsingar sem eru þegar komnar fram, þá finnst mér það í rauninni nóg til þess að draga framboð hans til baka. Út af því, að þegar kemur að því að veita aðila þessa stöðu, þessa stöðuhækkun í raun og veru, í þetta starf til Sameinuðu þjóðanna, þá á ekkert að liggja neinn vafi um þann einstakling og hæfi hans og getu til að sinna starfinu. Þetta á ekki að vera svona umdeildur aðili,“ segir Halldóra

Hún segir jafnframt að hana reki ekki minni til þess eða sjái það á sínum fundarpunktum að félagsmálaráðherra hafi lýst því sérstaklega yfir við nefndarmenn 28. febrúar að hann væri boðinn og búinn til að veita nefndinni öll gögn sem snerta þessi mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kastaði sér í höfnina

07:10 Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt en meðal annars kviknaði í á tveimur stöðum og maður kastaði sér í sjóinn við Miðbakka í nótt. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

07:00 Sjálfstæðisflokkurinn fékk átta menn kjörna inn í borgarstjórn en Samfylkingin fékk sjö borgarfulltrúa. Alls munu átta flokka eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann

05:14 Búið er að telja 53.124 atkvæði í Reykjavík, en nýjar tölur voru birtar kl. 5. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur í borginni, með 30,4%, en flokkurinn missir hins vegar einn mann frá því síðustu tölur voru lesnar upp. Píratar bæta aftur á móti við manni. Meira »

Meirihlutaflokkarnar tala saman

03:52 Oddvitar flokkanna þriggja sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar síðustu fjögur ár segjast munu byrja á því að tala saman og kanna hvort þeir nái að semja um áframhaldandi samstarf næstu fjögur ár. Listi fólksins, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin héldu öll tveimur mönnum í bæjarstjórn. Meira »

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

03:32 Sjálfstæðismenn fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna og 36,1% atkvæða í kosningum í Kópavogi í dag. Meirihlutasamstarfið helst í bænum, en með Sjálfstæðisflokknum var Björt framtíð, sem nú fer fram ásamt Viðreisn. Meira »

Talningu lokið á Akureyri

03:27 Öll atkvæði hafa nú verið talin á Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk flest atkvæði, eða 1.998 og þrjá bæjarfulltrúa. L-listinn, sem er bæjarlisti Akureyrar fékk næstflest atkvæði, 1.828 og tvo fulltrúa. Meira »

Umboðsmaður flokks sem er ekki í framboði

03:23 Hún er einmanaleg stúkan í Laugardalshöll þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með talningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum. Raunar er aðeins einn maður í stúkunni, sem kallar sig KÞ en vill ekki koma fram undir nafni. KÞ hefur fylgst með kosningum síðustu 12-15 árin. Meira »

Rétt að bíða eftir síðustu tölum

03:21 „Það eru miklar sviptingar á milli talninga og ég held að það sé rétta að bíða eftir síðustu tölum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem er í öðru sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík um nýjustu tölur úr Reykjavík sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með níu borgarfulltrúa og Samfylking með sjö. Meira »

Draumurinn rættist í þessum tölum

03:09 „Þetta er draumur sem við áttum. Að fá a.m.k. níu borgarfulltrúa.“ Þetta eru fyrstu viðbrögð Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við nýjustu tölum úr borginni sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með 10.636 atkvæði og níu borgarfulltrúa. Meira »

Viss um að vakna sem borgarfulltrúi

03:04 „Ég veit alveg hvernig ég ætla að hafa þetta, nú fer ég bara heim og legg mig og svo vakna ég í fyrramálið og þá verð ég borgarfulltrúi,“ segir Baldur Borgþórsson, sem var á öðru sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kominn í 9 menn

03:01 Sjálfstæðisflokkurinn fær 9 borgarfulltrúa kjörna samkvæmt nýjustu tölum í Reykjavík þegar 33.882 atkvæði eru talin. Hefur flokkurinn bætt við sig tveimur fulltrúum frá síðustu tölum og tekur frá bæði Vinstri grænum og Pírötum. Meira »

4 atkvæði bárust 20 sek. of seint

02:51 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum nær aðeins inn þremur mönnum í bæjarstjórn og er meirihlutinn því fallinn. Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri, var í fimmta sæti listans og nær ekki kjöri. Aðeins vantaði sex atkvæði upp á til að flokkurinn héldi meirihluta sínum. Meira »

Spennulosun og gleði í Snæfellsbæ

02:21 Gleðin var við völd hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ eftir að fyrir lá að listi flokksins hefði fengið um 60% atkvæða. Oddviti listans, Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri í Snæfellsbæ, segir að þetta sé næstbesta kosning flokksins í bænum. Meira »

Meirihlutinn fallinn í Eyjum

02:14 Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er fallinn en lokatölur liggja fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá bæjarfulltrúa af sjö en hafði áður fimm fulltrúa. Flokkurinn hlaut 73,2% atkvæða 2014 en að þessu sinni 45,4%. Meira »

Vonast eftir tölum innan klukkutíma

01:58 Talning í Reykjavík gengur vel, að sögn Evu B. Helgadóttur, formanns yfirkjörstjórnar. Hún vonast til að nýjar tölur verði kynntar innan klukkustundar, en þorir ekki að lofa neinu. Talning hefur verið á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Meira »

Fyrsti Framsóknarmaðurinn í 20 ár

01:57 Öll atkvæði hafa nú verið talin í Hafnarfirði og meðal þeirra 11 bæjarfulltrúa sem kjörnir voru er Ágúst Bjarni Garðarsson, sem leiddi lista Framsóknarflokksins. Það telst til tíðinda þar sem 20 ár eru síðan það gerðist síðast. Meira »

Stefnumálin liggi vel með Viðreisn

01:47 Gamanið kárnaði ögn á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins er aðrar tölur úr borginni birtust, en samkvæmt þeim verða borgarfulltrúar flokksins 7, en ekki 8, eins og fyrstu tölur bentu til. Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi flokksins segist bjartsýn á að flokkurinn nái að mynda meirihluta. Meira »

Aðeins 57% kjörsókn í Reykjanesbæ

01:46 Aðeins 57% kjörsókn var í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ í dag. Alls greiddu 6.494 atkvæði, en á kjörskrá voru 11.400. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmlega þrettán prósentustigum frá síðustu kosningum og fór úr 36,5% niður í 22,9%. Sex flokkar eiga nú sæti í bæjarstjórn. Meira »

Væri stórsigur fyrir Rögnu að komast inn

01:42 „Ég er ánægð með þessar tölur. Meirihlutinn að styrkjast og það er mjög gott.“ Þetta segir Ragna Sigurðardóttir, kosningastýra Samfylkingarinnar í Reykjavík, í samtali við blaðamann mbl.is þar sem hún er stödd í kosningapartíi flokksins í Austurbæ. Meira »
Eyðslulítill Yaris
Til sölu Mjög góður Yaris 2005 með glænýja kúplingu Tilboð óskast í þennan bíl ...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Armbönd
...
Sumarhús- gestahús- breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Smiður / verkstjóri óskast
Iðnaðarmenn
Smiður/verkstjóri ó...