Spyr hvort framsalskrafan sé lögleg

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.

Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar, segir í samtali við mbl.is að hámarkstími sem hægt sé að halda einstaklingi í gæsluvarðhaldi sé 12 vikur og að sá tími hafi runnið út þann 26. apríl síðastliðinn í tilfelli skjólstæðings hans. „Það er okkar afstaða að það sé ekkert gæsluvarðhald til staðar. Fresturinn fyrir gæsluvarðhald er runninn út.

Þorgils segir forsendur framsalskröfu íslenskra stjórnvalda brostnar þar sem ekki er í gildi úrskurður um frelsissviptingu í máli Sindra Þórs. „Spurningin er hvort framsalið, sem sagt framsalskrafan frá íslenskum stjórnvöldum, á hverju hún er byggð og hvort það eigi við rök að styðjast. Hún er bundinn við tvennt, handtökuskipunin er byggð á því að hann sæti gæsluvarðhaldi og hins vegar á rannsóknarhagsmunum. Rannsóknarhagsmunir eru ekki til staðar, þar sem málinu er lokið eða við því að ljúka. og núna er enginn gæsluvarðhaldsúrskurður til staðar. Við setjum þá spurningamerki við framsalskröfuna, framsalskrafa ríkisins, hvort að hún sé lögleg.“

Að mati Þorgils er ekki ljóst hvað tekur við þegar Sindri Þó kemur til landsins, en segir að ekki sé í gildi „frelsissvipting í úrskurði frá dómara eins og staðan er í dag. Lögreglan þarf þá að tryggja sér úrskurð frá dómara til þess að frelsissvipta hann, ætli þeir að gera það.“

Sindri Þór Stefánsson strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags 17. apríl og er nú í haldi yfirvaldi í Hollandi. Vísir birti yfirlýsingu frá honum þar sem hann lýsir undrun sinni á að handtökuskipunin á hendur honum sé enn í gildi og segir einnig að forsendur gæsluvarðhalds yfir sér séu ekki lengur til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert