Hafa engin raunveruleg vopn í baráttunni

Inga María segir ljósmæður ekki hafa nein raunveruleg vopn í ...
Inga María segir ljósmæður ekki hafa nein raunveruleg vopn í kjarabaráttu. Ljósmynd/Aðsend

„Ljósmæður hafa engin raunveruleg vopn í kjarabaráttu. Fari þær í verkfall er sett á þær lögbann. Neiti þær að vinna umfram vinnuskyldu sína er sett á þær lögbann. Segi stór hluti upp er bara meira álag á þeim sem eftir standa. Í gegnum tíðina hafa sumar jafnvel þurft að vinna í verkfalli og ekki fengið greitt fyrir það. Semsagt unnið frítt. Þetta er ekki ýkt og þetta er ekki grín.“

Þetta skrifar ljósmóðurneminn Inga María Hlíðar Thorsteinson á Facebook-síðu sína í dag. Hún segist hafa átt að vera á launalausri vakt í verknámi sínu í dag, en fékk leyfi til þess að færa vaktina, þar sem það samræmdist ekki hennar prinsippum að mæta á launalausa vakt á sjálfan baráttudag verkalýðsins.

„Það er extra-slæmt að fá svona í andlitið. Ég get sagt það að ég er mjög sár. Ég upplifi mikið vonleysi og er mjög sár,“ segir Inga.

Inga María er 26 ára gömul og að klára ljósmóðurnámið núna í vor. Hún segir að yfirstandandi kjarabarátta og afstaða stjórnvalda gagnvart stétt ljósmæðra hafa áhrif á vilja sinn til þess að gera starf ljósmóður að sínu ævistarfi.

„Mér finnst ótrúlega erfitt að segja það, af því að mig hefur alltaf langað til að vinna við þetta starf en núna er ég bara mjög hugsi yfir þessu öllu og ég fer ekki alveg með sama huga inn í þetta starf. Ég komst ekki að því fyrr en ég byrjaði í náminu hvað það er rosalega margt sem þarf að gerast í þessari stétt. Það er að hluta til af því að við hlaupum alltaf til og reddum því sem þarf að redda og maður hefur bara séð það í samtölum við fleira fólk, til dæmis mjög margir karlmenn sem ég hef talað um þetta við myndu aldrei láta þetta yfir sig ganga.“

Inga María segir að í þessu samhengi skipti það máli að ljósmæður séu kvennastétt. Þær séu ekki metnar að verðleikum af þeim sökum.

„Það er bara mín reynsla og ég neitaði að trúa því fyrst. Ég var ekki mikil kvenréttindakona þegar ég hóf námið, alls ekki, en þegar maður er búinn að reyna þetta á eigin skinni þá er ég komin á þá skoðun.“

Inga María er á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar og segist hafa átt erfitt með að taka þátt í þeirri baráttu, vegna ástandsins í kjarabaráttu ljósmæðra.

Sendi fjármálaráðherra bréf

En að hverju myndi Inga María vilja spyrja Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, formann flokksins sem hún er í framboði fyrir í Reykjavík?

„Ég spyr mig hvort að hann átti sig á því og hvort að hann sé samþykkur því að þetta sé svona út af því að þetta sé kvennastétt og því sé komið svona fram við hana. Hvort að hann viðurkenni það að það sé málið.“

Hún segist raunar hafa sent Bjarna Benediktssyni bréf um daginn þar sem hún spurði hann út í þessi mál og fengið greinargott svar til baka. „Ég sagði að við hefðum í raun engin vopn og gætum lítið gert,“ segir Inga María.

„Hann sagði í rauninni að eini sénsinn okkar í þessari kjarabaráttu væri ef önnur félög myndu lýsa yfir stuðningi við ljósmæður, að þær fengju launaleiðréttingu sem önnur félög myndu þá ekki fá. Það fannst mér lýsa þessu viljaleysi ríkisstjórnarinnar til að semja við okkur. Ég skil samt alveg sjónarmið ríkisstjórnarinnar mjög vel, að það fari ekki allir að krefjast launaleiðréttinga og allt fari í vitleysu.

En mér finndist í ljósi allrar umræðu um kvennastéttir og launaleiðréttingu að það væri engin stétt betur til þess fallin að leiðrétta kjörin en ljósmæður. Þetta er ekki stór stétt, við höfum gríðarlega mikinn meðbyr og stuðning frá öðrum félögum og almenningi og ef að það er ekki hægt að byrja að leiðrétta kjörin hjá þessari stétt, þá veit ég ekki hvar ætti í rauninni að byrja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

17 ára á 150 km hraða

11:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för sautján ára gamals ökumanns í nótt en hann var mældur á 150 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þar sem ökumaðurinn er ekki orðinn átján ára gamall var haft samband við foreldra hans og þeim tilkynnt um atvikið. Meira »

„Skýrt ákall um breytingar“

11:50 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir Sjálfstæðisflokkinn vera með lang sterkustu stöðuna þegar litið er á heildarniðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í gær. Meira »

Hafði verið með hótanir

11:36 Einn er í haldi lögreglu í tengslum við eld í fjölbýli við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. Hann er grunaður um að hafa kveikt í en hann hafði haft í hótunum við einn íbúa hússins áður. Meira »

Lést í eldsvoða í Kópavogi

11:29 Maður um sjötugt lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Gullsmára í gærkvöldi. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldsupptök séu enn í rannsókn. Meira »

„Ég vil styðja þá báða“

11:14 Flokkur fólksins kemur nýr inn í borgarstjórn Reykjavíkur með einn fulltrúa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þarna er Flokkur fólksins að stíga sín fyrstu skref og fóta sig í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Inga í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Hreyfivika UMFÍ

11:11 Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) heldur Hreyfiviku í sjöunda sinn dagana 28. maí – 3. júní.  Meira »

Útilokar Sjálfstæðisflokkinn

10:36 „Þetta er stórsigur hjá okkur sósíalistum vegna þess við erum glænýr flokkur með lítið sem ekkert fjármagn á bak við sig. Það er glæsilegt að sjá almenning standa saman, rísa upp gegn óréttlætinu og ná þessum árangri,“ segir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »

Fjörug kosninganótt á Twitter

10:26 Sveitarstjórnarkosningarnar voru áberandi á samfélagsmiðlum í gær og lífleg umræða myndaðist á Twitter eftir því sem leið á kosninganóttina eins og við var að búast. Meira »

Kominn í draumastarfið

09:49 „Það er ótrúlegt að upplifa það að sjá sal fullan af fólki að vinna við það að þú fáir draumastarfið,“ segir Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Viðreisn bauð fram í fyrsta skipti í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í ár og fékk flokk­ur­inn 8,2% at­kvæða. Meira »

„Þetta er mikill kosningasigur“

09:41 „Þetta er mikill kosningasigur og ég er ekki síst ánægð með gott gengi Viðreisnar um allt land þar sem við erum að bjóða fram í fyrsta skiptið á sveitarstjórnarstigi,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í samtali við mbl.is. Meira »

Viðreisn í lykilstöðu

09:23 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Viðreisn vera í lykilstöðu varðandi myndun næsta meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira »

Sanna slær met Davíðs

08:59 Sanna Magdalena Mörtudóttir er yngsti fulltrúinn sem kjörinn hefur verið í borgarstjórn, slær met Davíðs Oddssonar frá 1974. Sanna er fædd í byrjun maí árið 1992 og því 26 ára að aldri. Meira »

Allir sjá til sólar á morgun

07:52 Á morgun fer dálítill hæðarhryggur yfir landið. Það þýðir að þá lægir vindinn, segir á vef Veðurstofu Íslands. Einnig styttir upp og rofar til, þannig að á einhverjum tímapunkti munu allir landsmenn sjá til sólar á morgun. Meira »

Kastaði sér í höfnina

07:10 Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt en meðal annars kviknaði í á tveimur stöðum og maður kastaði sér í sjóinn við Miðbakka í nótt. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

07:00 Sjálfstæðisflokkurinn fékk átta menn kjörna inn í borgarstjórn en Samfylkingin fékk sjö borgarfulltrúa. Alls munu átta flokka eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Fleiri konur en karlar munu sitja í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjörtímabil. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann

05:14 Búið er að telja 53.124 atkvæði í Reykjavík, en nýjar tölur voru birtar kl. 5. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur í borginni, með 30,4%, en flokkurinn missir hins vegar einn mann frá því síðustu tölur voru lesnar upp. Píratar bæta aftur á móti við manni. Meira »

Meirihlutaflokkarnir tala saman

03:52 Oddvitar flokkanna þriggja sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar síðustu fjögur ár segjast munu byrja á því að tala saman og kanna hvort þeir nái að semja um áframhaldandi samstarf næstu fjögur ár. Listi fólksins, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin héldu öll tveimur mönnum í bæjarstjórn. Meira »

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

03:32 Sjálfstæðismenn fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna og 36,1% atkvæða í kosningum í Kópavogi í dag. Meirihlutasamstarfið helst í bænum, en með Sjálfstæðisflokknum var Björt framtíð, sem nú fer fram ásamt Viðreisn. Meira »

Talningu lokið á Akureyri

03:27 Öll atkvæði hafa nú verið talin á Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk flest atkvæði, eða 1.998 og þrjá bæjarfulltrúa. L-listinn, sem er bæjarlisti Akureyrar fékk næstflest atkvæði, 1.828 og tvo fulltrúa. Meira »
Toyota Corolla Wagon 1.6 SOL 2005 ek 92 þús
Ekinn 91 þús km Beinskiptur AC Digital miðstöð Aksturtölva 2 eigendur Sko...
Vantar þig íbúð með húsgögnum!
Skammtímaleiga, góð 2 herbergja íbúð með svölum á 2. hæð við Bergstaðastræti. H...
Stimplar
...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...
Smiður / verkstjóri óskast
Iðnaðarmenn
Smiður/verkstjóri ó...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...