Netöryggismál til skoðunar hjá stjórnvöldum eftir úttekt Oxford-háskóla á stöðunni

Úttektin skilaði 120 tillögum til úrbóta.
Úttektin skilaði 120 tillögum til úrbóta. mbl.is/Billi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur fengið í hendurnar niðurstöðu úttektar sem það lét Oxford-háskóla gera í júní 2017 á netöryggismálum hérlendis eftir líkani sérfræðinga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti hana á Alþingi. Hann segir aðrar þjóðir vera með netöryggismál í forgangi og eðlilegt sé að gera úttekt á netöryggi á Íslandi til að fá samanburð við aðrar þjóðir.

Ísland kom vel út hvað varðar lagaumhverfi og stefnu stjórnvalda í málaflokknum, en stendur veikar að vígi hvað varðar netöryggi í sambandi við varnarmál og gæði hugbúnaðar hérlendis. Niðurstöðunni svipaði til niðurstöðu úttektar í Bretlandi nema Ísland er komið skemur á leið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert