Skipulögð dagskrá á yfir 30 stöðum

Kröfuganga verður gengin á sex stöðum á landinu í dag, …
Kröfuganga verður gengin á sex stöðum á landinu í dag, 1. maí. mbl.is/Árni Sæberg

Skipulögð dagskrá vegna baráttudags verkalýðsins verða haldin á rúmlega 30 stöðum á landinu í dag, að því er fram kemur á vef Alþýðusambands Íslands. Kröfugöngur verða gengnar á minnst sex stöðum á landinu og auk þess er efnt til baráttufunda og fjölbreytilegrar dagskrár á 25 stöðum.

Egilsstaðabúar ríða á vaðið en þar hefjast hátíðarhöld dagsins klukkan hálf ellefu, en í Borgarnesi og á Djúpavogi hefjast hátíðarhöldin klukkan ellefu og á sama tíma halda Selfyssingar í kröfugöngu.

Í Reykjavík hefst dagskráin með kröfugöngu frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan hálf tvö, en útifundur verður settur á Ingólfstorgi klukkan 14.10. Þar munu þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM halda ræður. 

Í Hafnarfirði verður boðið upp á baráttutónleika í Bæjarbíói klukkan fimm í dag og á Akranesi, Ísafirði, Suðureyri, Selfossi og Akureyri verða bæði kröfugöngur og baráttufundir.

Í Borgarnesi, Búðardal, á Stykkishólmi, í Grundarfirði, Snæfellsbæ, á Blönduósi, Sauðárkróki, í Fjallabyggð, á Húsavík, Vopnafirði, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, í Neskaupstað, á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Hornafirði, í Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Sandgerði verður boðið upp á dagskrá í tilefni dagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert