Smærri hópar sendir í verkfall á launum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði verkalýðsfélögin hafa brugðist á ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði verkalýðsfélögin hafa brugðist á margan hátt. mbl.is/​Hari

Forsvarsmenn  VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akranes  og Framsýnar á Húsavík hafa verið að funda undanfarið, sagði Ragnar Þór Þór Ingólfsson formaður VR. Boðaði hann í 1. maí ávarpi sínu á Ingólfstorgi í dag baráttu sem hafi ekki sést í íslenskri verkalýðshreyfingu í áratugi.

„Við höfum einnig verið að tala við fleiri úr okkar röðum og get ég sagt ykkur það að baráttuandinn er hrikalega góður og samstaðan er mikil,“ sagði Ragnar Þór og kvaðst taka það fram að forseti ASÍ tali ekki í þeirra umboði.  Hvorki gagnvart stjórnvöldum né samtökum atvinnulífsins. Samningsumboðið sé hjá þeirra félögunum.

„Ég get sagt ykkur það kæru félagar að það eru breytingar framundan. Ný ásýnd hreyfingar með nýju fólki og nýjum áherslum.  Hreyfing sem ætlar að standa í lappirnar,“ sagði Ragnar Þór.

„Við boðum baráttu sem hefur ekki sést í íslenskri verkalýðshreyfingu í áratugi!“  

Teikna um samfélagssáttmála til 3-4 ára

Ragnar Þór minntist þess einnig að 10 ár væru nú liðin frá hruninu og enn væri verið að bera fólk út af heimilum sínum. „Bilið milli þeirra ríku og fátæku hefur heldur aldrei verið meira.“

Verkalýðsforystan hefði hafa brugðist á margvíslegan hátt síðustu ár og áratugi. Nú verði hins vegar breyting þar á. „Undanfarið hefur átt sér stað mikil endurnýjun og nýliðun innan okkar raða og ljóst að miklar væntingar eru hjá okkar félagsmönnum. Það verður mikil áskorun að standa undir þeim væntingum.“

Sagði Ragnar Þór VR, Eflingu, Verkalýðsfélag Akranes og Framsýnar ætla að teikna upp samfélagssáttmála til 3-4 ára. „Sem við ætlum að bjóða stjórnvöldum og atvinnulífinu sem hafa stigið trylltasta dansinn í sjálftöku og ofurlaunum. Við ætlum að bjóða sátt. En sú sátt fæst ekki gefins eða með nýju samningamódeli. Sú sátt kostar ekki endilega mikið en mun skila langþráðu trausti á kerfin okkar.

Já kæru félagar við erum að tala um mörg brýn hagsmunamál þjóðarinnar sem ekki hefur verið leyfilegt að tala um innan verkalýðshreyfingarinnar fyrr en nú.“

Beiti skærum í stað allsherjarverkfalla

Þessu ætli þau sér ekki að ná fram með allsherjarverkföllum, enda séu þau úrelt. Þess í stað verði farið í skærur.

„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar. Og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór.

„Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur.“

Verkalýðssamtökunum sé  alvara og það sé orðið tímabært að stjórnvöld og viðsemjendur fari að taka þau alvarlega.

„Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar munum við hefja aðgerðir. Við ætlum ekki að bíða fram á næsta vor,“ sagði Ragnar Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leggur til átak gegn veggjakroti

07:37 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til allsherjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni. Meira »

Passaði hvergi inn

06:48 Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar. Meira »

Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos

06:25 Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings. Meira »

Kettir nú leyfðir í bænum

05:30 Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Meira »

Stjórnvöld hugi að innviðum

05:30 Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í samtali við Vinnuvélablað Morgunblaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Meira »

Er trú mínum stjórnarsáttmála

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember, en sé trú sínum stjórnarsáttmála. Meira »

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

05:30 Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. Meira »

Uppskeran þriðjungi minni

05:30 „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.   Meira »

Vatnið úr göngunum nýtt

05:30 Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. Meira »

Sýn skortir í Alzheimer-málum

05:30 „Það má segja að þjónustan sé á margan hátt býsna góð, en það eru of margir sem njóta hennar ekki,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum, um stöðuna í baráttunni gegn Alzheimer hér á landi, en alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er í dag. Meira »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...