Fjalla um fósturgreiningu

Hildur Harðardóttir kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans.
Hildur Harðardóttir kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi fæðingarlækna, með fósturgreiningu og meðgöngusjúkdóma sem sérgrein, tekur þátt í norrænni ráðstefnu sem verður í vikunni á Hótel Natura.

„Þessi grein læknisfræðinnar er í mikilli framþróun,“ segir Hildur Harðardóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, sem er meðal frummælenda.

Annar málshefjandi er Bo Jakobsson frá Svíþjóð sem talar um lýðheilsu í tengslum við fósturgreiningu og meðgöngusjúkdóma. Þá tekur þátt Vestur-Íslendingurin Jo-Ann Johnson, prófessor frá Calgary í Kanada, og segir frá skimun fyrir meðgöngueitrun, leiðum til að skima fyrir sjúkdómnum og meðferð fyrir konur í áhættu. Einnig fjallar hún um nýjar aðferðir við greiningar á óeðlilegri litningagerð fósturs, þar sem hægt er að styðjast við blóðprufur frá móður, en sú aðferð ryður sér nú til rúms. Rannsóknin stendur ekki til boða á Íslandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Þá verður fjallað um vaxtarskerðingu sem greinist á fósturskeiði og þar eru bæði sænskir og breskir fyrirlesarar. Einnig verður fjallað um framþróun í erfðalækningum og siðfræði fósturgreininga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert