Mikill verðmunur á bílatryggingum

Það getur verið dýrt að tryggja bíl. Hér má sjá …
Það getur verið dýrt að tryggja bíl. Hér má sjá nýja bíla í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill munur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Þar kemur fram að 107% munur er á hæsta og lægsta tilboðs í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu.

Lægsta verðið var hjá VÍS, 129.559 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 43.631 kr. fyrir kaskótryggingu, samtals 170.190 krónur. TM var með hæsta tilboðið, 261.061 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 90.800 fyrir kaskótryggingu, samtals 351.861 

Könnun Verðlagseftirlits var gerð í samstarfi við bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar ásamt bílrúðutryggingu og kaskótryggingu fyrir árgerð 2009 af VW Polo.

Nánar má sjá um könnunina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert