Þorsteinn sagði krónuna auka vaxtakostnað

Þorsteinn Víglundsson sagði á Alþingi í dag að sér íslenskar ...
Þorsteinn Víglundsson sagði á Alþingi í dag að sér íslenskar kvaðir draga úr samkeppni og auka vaxtakostnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, spurði á Alþingi í dag hvort þörf væri á sértæku regluverki fyrir fjármálakerfið umfram EES-regluverks sem verið er að innleiða. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, benti á að regluverkið nær ekki til fyrirtækja sem stunda fjármálastarfsemi en falla ekki undir reglur um fjármálafyrirtæki.

Þorsteinn var málshefjandi um sérstaka umræðu á Alþingi í dag um hvítbók um fjármálakerfið. Í ræðu sinni sagði hann smæð íslensku krónunnar og innflæðishöft draga úr virkri samkeppni og stuðla að hærri vaxtakostnaði.

Hann sagði sérstakar kvaðir á fjármálakerfið, svo sem eitt hæsta eiginfjárhlutfall banka í alþjóðlegum samanburði einnig leiða til hærri vaxtakostnaðar og að verið væri að grafa undan gæðum útlánasöfnum bankana með of sértækum og sérstökum kröfum.

Regluverkið ófullnægjandi

„Í ljósi samevrópsks regluverks sem verið er að innleiða, telur forsætisráðherra það heppilegt fyrir samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja að setja þeim séríslenskar reglur eða eigum við að láta duga að innleiða sameiginlegt regluverk EES-markaðarins?“ spurði Þorsteinn úr ræðustól Alþingis, og beindi spurningu sinni að Katrínu.

Katrín sagði að skoða þurfi hvar við teljum Evrópska regluverkið vera fullnægjandi og hvar viljum við ganga lengra. Hún staðhæfði að miklu fleiri aðilar væru komnir með fjármálastarfsemi, heldur en bara hefðbundnir bankar, og sem Evrópska regluverkið nái ekki til. Þá nefndi hún í þessu samhengi að frumvarp um notkun sýndarfjár í hraðbönkum væri væntanlegt.

„Við verðum að taka afstöðu til hluta sem eru ekki hluti af hinu samevrópska regluverki. Ég vil nefna aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Í þessu máli hefur Evrópusambandið ekki náð samstöðu um að setja eina reglu um þau mál. Þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka afstöðu“ sagði forsætisráðherra

Tafir á gerð hvítbókarinnar

Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var tilkynnt í byrjun febrúarmánaðar að fjármála- og efnahagsráðherra hygðist skipa starfshóp sem vinna átti hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi.

Áætlað var að starfshópurinn myndi skila sinni vinnu þann 15. maí næstkomandi, en forsætisráðherra upplýsti í þinginu í dag að hópurinn myndi ekki skila sinni vinnu fyrr en í lok september.

Mark­miðið var sagt vera að skapa traust­an grund­völl fyr­ir umræðu, stefnu­mörk­un og ákvarðana­töku um mál­efni er varða fjár­mála­kerfið, framtíðargerð þess og þróun.

Formaður hópsins er Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Aðrir sem í hópnum eru:

  • Guðrún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðumaður lausa­fjárá­hættu og fjár­mála­fyr­ir­tækja hjá Seðlabanka Íslands
  • Guðjón Rún­ars­son, lögmaður fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja
  • Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Oli­ver Wym­an í Svíþjóð
  • Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, deild­ar­stjóri jarðvarma­deild­ar á orku­sviði Lands­virkj­un­ar.
mbl.is

Innlent »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Ekki mátti tæpara standa

05:30 Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Meira »

Ljósleiðari GR kostað 30 milljarða

05:30 Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfseminni. Meira »

Stóðu einhuga að launahækkun

05:30 Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »

Salurinn tekinn í gegn

05:30 „Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Risaskip væntanlegt á laugardag

05:30 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn.  Meira »

Leyft að rífa asbest úr húsi

05:30 Byggingavinnustaðurinn Grensásvegur 12 var opnaður aftur í gær. Honum hafði verið lokað 9. maí og öll vinna bönnuð eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi búnaður verið notaður. Meira »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 18:56 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í desember 2016. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í lok mars en þinghaldið var lokað. Dómur var kveðinn upp í málinu á föstudag. Meira »
Dekk til sölu
Dekk til sölu 215/75x16 góð burðardekk seljast ódýrt uppl í sím...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
 
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...