Sindri kemur til Íslands á föstudag

Búast má við því að farið verði fram á gæsluvarðhald …
Búast má við því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir Sindra.

Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tveimur vikum og situr nú í fangelsi í Amsterdam í Hollandi, kemur til Íslands á föstudag. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, í samtali við mbl.is. Hann segir afskiptum hollensku lögreglunnar af máli hans ljúka á flugvellinum ytra.

Hugsanlegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir Sindra við komuna til landsins, en hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur þegar hann strauk. Þá hafði verið farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum, en dómari tók sér sólahrings umhugsunarfrest. Sindri strauk áður en ákvörðun hafði verið tekin um varðhaldið, en hann taldi sig vera frjáls ferða sinna. Honum hafði þó verið tjáð að hann yrði handtekinn yfirgæfi hann fangelsið.

Sindri komst með flugi til Svíþjóðar og þaðan til Amsterdam í Hollandi þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum síðar, í kjölfar ábendingar frá vegfaranda. Þá hafði verið gefin út aljóðleg handtökuskipun á hendur honum. Hann hefur setið í fangelsi þar ytra síðan og bíður nú eftir því að vera framseldur til Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert