14 ungbarnadeildir verða að veruleika

14 ungbarnadeildir verða starfræktar á leikskólum borgarinnar næsta haust.
14 ungbarnadeildir verða starfræktar á leikskólum borgarinnar næsta haust. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikskólaþjónustu Reykjavíkurborgar vegna nýrra ungbarnadeilda, en leikskólar sem starfrækja skilgreindar ungbarnadeildir munu fá heimild haustið 2018 til að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólavist, eftir því sem biðlisti og aðstæður leyfa hverju sinni.

Í fyrstu er gert ráð fyrir því að miðað verði við að heimilt verði að bjóða 16 mánaða börnum og eldri inngöngu en með fjölgun leikskólarýma á komandi mánuðum og misserum verður aldur við inntöku barna á ungbarnadeildirnar lækkaður enn frekar, eða niður í 12 mánaða.

Borgarráð samþykkti í mars í fyrra aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra ungra barna á grunni tillagna frá stýrihópi um hvernig brúa mætti bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Samþykktin fól í sér að setja á fót sjö ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar. Í mars síðastliðnum samþykkti svo borgarráð að fjölga ungbarnadeildum um sjö þannig að þær verði alls fjórtán og starfræktar í leikskólum í öllum hverfum borgarinnar.

Eftirfarandi leikskólar munu reka ungbarnadeildir frá og með næsta hausti: Blásalir, Holt, Sunnuás, Miðborg, Hagaborg, Grandaborg, Sunnufold, Engjaborg, Geislabaugur og Bjartahlíð. Innritun inn á ungbarnadeildir þessara leikskóla hefst 8. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert