Fóru með Sindra Þór beint í héraðsdóm

Farið var með Sindra Þór beint í héraðsdóm Reykjaness.
Farið var með Sindra Þór beint í héraðsdóm Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sindri Þór Stef­áns­son, sem strauk úr fang­els­inu á Sogni í síðasta mánuði, kom til landsins nú síðdegis. Hann var í kjölfarið fluttur í héraðsdóm Reykjaness nú á fimmta tímanum.

Þar var hann úrskurðaður eins mánaðar farbann að því er greint er frá á fréttavef RÚV. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum hafði ekki fengið upplýsingar um úrskurð dómstólsins er mbl.is náði sambandi við hann. Hann segir eins mánaðar farbanns úrskurð hins vegar vera í samræmi við kröfu lögreglunnar, en lögregla krafðist ekki gæsluvarðhalds yfir Sindra Þór að þessu sinni.

Ekki er enn búið að gefa út ákæru í málinu á hendur Sindra Þór varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum í janúar og febrúar, en tölvurnar eru enn ófundnar.

Sindri Þór hefur undanfarna daga setið í fang­elsi í Amster­dam í Hollandi og beið þess að verða framseldur til Íslands.

Vitað var að hugs­an­lega yrði farið verði fram á gæslu­v­arðhald yfir honum við kom­una til lands­ins, en hann hafði setið í gæslu­v­arðhaldi í tíu vik­ur þegar hann strauk. Þá hafði verið farið fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir hon­um, en dóm­ari tók sér sóla­hrings um­hugs­un­ar­frest. Sindri strauk áður en ákvörðun hafði verið tek­in um varðhaldið, en hann taldi sig vera frjáls ferða sinna. Hon­um hafði þó verið tjáð að hann yrði hand­tek­inn yf­ir­gæfi hann fang­elsið.

Sindri komst með flugi til Svíþjóðar og þaðan til Amster­dam í Hollandi þar sem hann var hand­tek­inn nokkr­um dög­um síðar, í kjöl­far ábend­ing­ar frá veg­far­anda. Þá hafði verið gef­in út aljóðleg hand­töku­skip­un á hend­ur hon­um. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert