Eitraður matur í húsgarði í Hveragerði

Einn köttur er látinn og tveir liggja þungt haldnir á ...
Einn köttur er látinn og tveir liggja þungt haldnir á Dýraspítalanum. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Styrmir Kári

Einn köttur er dauður og tveir liggja þungt haldnir á Dýraspítalanum eftir að hafa komist í mat sem að öllum líkindum var mengaður með frostlegi í Hveragerði í gær. Kattaníð hefur verið þrálátur vandi í Hveragerði undanfarin fimmtán ár en nú segir Helena Rafnsdóttir, dýravinur og sjálfboðaliði hjá Villiköttum á Suðurlandi, allt vera orðið vitlaust.

„Fyrir páska fundust ostateningar sem höfðu verið sprautaðir með einhverju á víð og dreif en það lenti sem betur fer enginn köttur í því vegna þess að fólk fór bara út að tína. Svo gerist þetta í gær og miðað við eitrunina sem var í köttunum er talið að þetta hafi verið frostlögur,“ segir Helena, en frostlögur verður til þess að nýrnastarfsemi dýranna hættir og er eitrunin mjög sársaukafull.

Kettirnir þrír eru frá heimilum á sömu lóð, en túnfiskur í smjördollu fannst á grunsamlegum stað á milli lóðarinnar og þeirrar næstu. Túnfiskurinn er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þarna eru mjög lítil börn sem hefðu getað farið í þetta.“

Keyrt yfir ketti og þeir klipptir í sundur

„Við viljum bara að þetta sé stoppað. Bæjaryfirvöld í Hveragerði tala eins og það sé ekkert að gerast. Í viðtali fyrir nokkrum mánuðum sagði bæjarstjóri að ekki væri meira um þetta þar en annarsstaðar,“ segir Helena og vitnar í umfjöllun DV um málið.

Hún segir bæjaryfirvöld loka augunum fyrir málinu enda sé það vont fyrir Hveragerði sem bæ. Helena er sjálf búsett á Flúðum og sagðist hafa íhugað að kaupa sér hús í Hveragerði en segir ekki möguleika á því að hún flytji þangað á meðan ástandið sé svona.

„Þetta er allt að gerast á sama svæðinu í gamla hverfinu og er búið að vera síðustu fimmtán ár. Þetta er allt einn og sami einstaklingurinn sem er að eitra, og ég gæti trúað því að það sé þessi sami einstaklingur sem er að leika sér að keyra yfir ketti og klippa þá í sundur.“

Hún segir Matvælastofnun vera að gera sitt til að leysa málið en veit ekki til þess að lögregla sé að gera mikið, þó lögreglan segist vera að vinna að þessu. „En MAST þarf að hafa einhverja haldbæra sönnun til þess að geta gert eitthvað.“

„Kettir eru að hverfa mjög mikið þarna, það eru óvenjulega margir sem gufa bara upp. Þetta er ekki svona neins staðar. Það er mjög mikil reiði núna og það eru að koma kosningar svo við ætlum að vekja enn meiri athygli á þessu,“ segir Helena og spyr sig hvað þurfi að gerast til að eitthvað sé gert í málinu.

„Hvað þarf að gerast?“ spyr hún. „Þarf barn að deyja?“

Uppfært kl. 15:15: Upphaflega var greint frá því að kettirnir kæmu allir frá sama heimili og að þeir hefðu hlotið eitrun frá smjöri og túnfiski sem hafi verið mengað, líklega með frostlegi. Rétt er að kettirnir eru allir frá heimilum á sömu lóð, og verið er að rannsaka hvort túnfiskur í smjördollu, sem fannst við lóðina, hafi verið mengaður með frostlegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect þá ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...