Eitraður matur í húsgarði í Hveragerði

Einn köttur er látinn og tveir liggja þungt haldnir á ...
Einn köttur er látinn og tveir liggja þungt haldnir á Dýraspítalanum. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Styrmir Kári

Einn köttur er dauður og tveir liggja þungt haldnir á Dýraspítalanum eftir að hafa komist í mat sem að öllum líkindum var mengaður með frostlegi í Hveragerði í gær. Kattaníð hefur verið þrálátur vandi í Hveragerði undanfarin fimmtán ár en nú segir Helena Rafnsdóttir, dýravinur og sjálfboðaliði hjá Villiköttum á Suðurlandi, allt vera orðið vitlaust.

„Fyrir páska fundust ostateningar sem höfðu verið sprautaðir með einhverju á víð og dreif en það lenti sem betur fer enginn köttur í því vegna þess að fólk fór bara út að tína. Svo gerist þetta í gær og miðað við eitrunina sem var í köttunum er talið að þetta hafi verið frostlögur,“ segir Helena, en frostlögur verður til þess að nýrnastarfsemi dýranna hættir og er eitrunin mjög sársaukafull.

Kettirnir þrír eru frá heimilum á sömu lóð, en túnfiskur í smjördollu fannst á grunsamlegum stað á milli lóðarinnar og þeirrar næstu. Túnfiskurinn er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þarna eru mjög lítil börn sem hefðu getað farið í þetta.“

Keyrt yfir ketti og þeir klipptir í sundur

„Við viljum bara að þetta sé stoppað. Bæjaryfirvöld í Hveragerði tala eins og það sé ekkert að gerast. Í viðtali fyrir nokkrum mánuðum sagði bæjarstjóri að ekki væri meira um þetta þar en annarsstaðar,“ segir Helena og vitnar í umfjöllun DV um málið.

Hún segir bæjaryfirvöld loka augunum fyrir málinu enda sé það vont fyrir Hveragerði sem bæ. Helena er sjálf búsett á Flúðum og sagðist hafa íhugað að kaupa sér hús í Hveragerði en segir ekki möguleika á því að hún flytji þangað á meðan ástandið sé svona.

„Þetta er allt að gerast á sama svæðinu í gamla hverfinu og er búið að vera síðustu fimmtán ár. Þetta er allt einn og sami einstaklingurinn sem er að eitra, og ég gæti trúað því að það sé þessi sami einstaklingur sem er að leika sér að keyra yfir ketti og klippa þá í sundur.“

Hún segir Matvælastofnun vera að gera sitt til að leysa málið en veit ekki til þess að lögregla sé að gera mikið, þó lögreglan segist vera að vinna að þessu. „En MAST þarf að hafa einhverja haldbæra sönnun til þess að geta gert eitthvað.“

„Kettir eru að hverfa mjög mikið þarna, það eru óvenjulega margir sem gufa bara upp. Þetta er ekki svona neins staðar. Það er mjög mikil reiði núna og það eru að koma kosningar svo við ætlum að vekja enn meiri athygli á þessu,“ segir Helena og spyr sig hvað þurfi að gerast til að eitthvað sé gert í málinu.

„Hvað þarf að gerast?“ spyr hún. „Þarf barn að deyja?“

Uppfært kl. 15:15: Upphaflega var greint frá því að kettirnir kæmu allir frá sama heimili og að þeir hefðu hlotið eitrun frá smjöri og túnfiski sem hafi verið mengað, líklega með frostlegi. Rétt er að kettirnir eru allir frá heimilum á sömu lóð, og verið er að rannsaka hvort túnfiskur í smjördollu, sem fannst við lóðina, hafi verið mengaður með frostlegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar

19:28 Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær. Meira »

Stuðningur tryggir festu í starfinu

19:27 Í kvöld munu fara fram þrjár æfingar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar sem eru hluti af kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig. Meira »

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

18:33 Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Meira »

Skýrt að vinna við borgarlínu hefst 2020

18:29 „Þetta hefur mjög mikla þýðingu. Við náðum saman fyrr á þessu ári um meginverkefnin í samgöngumálum, Borgarlínu og fjölda verkefna sem lúta að stofnvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu hausti klárum við viðræður um það hvernig við tryggjum fjármögnun á þessum pakka.“ Meira »

Kynlífsdúkkan og bíllinn fundin

18:07 Kynlífsdúkkan Kittý og bíllinn sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu fundust á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glæsibæ um þrjúleytið í dag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

17:36 Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu og háskólamenntun lágt undir höfði. Meira »

Tengingar við borgina á áætlun eftir 2023

17:35 Gert er ráð fyrir 13,5 milljörðum til nýframkvæmda á árunum 2019-2021 í nýrri samgönguáætlun og 14,5 milljörðum árlega á árabilinu 2024-2033. Fæst dýrari verkefni á höfuðborgarsvæðinu virðast þó eiga að koma til framkvæmda fyrr en eftir 2023 Meira »

Tímafrekt að koma jáeindaskanna í notkun

17:22 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að misskilningshafi gætt í umræðunni um nýjan jáeindaskanna, sem var nýleg tekið í notkun á spítalanum. „Einhverjar væntingar voru um að mögulega yrði hægt að taka skannann í notkun fyrr en reynslan sýnir að þetta er tímafrekt verkefni og gera má ráð fyrir að undirbúningur taki a.m.k. 3-4 ár.“ Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

17:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Efla samgöngur og skoða gjaldtöku

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eyða á flöskuhálsum, bæta umferðaflæði og skoða fjármögnunarleiðir með gjaldtöku. Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »