Takmarkað sem bærinn getur gert
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Ég mótmæli því að bæjaryfirvöld hafi ekki tekið þetta alvarlega,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, en einn köttur drapst og tveir liggja þungt haldnir á Dýraspítalanum eftir að hafa orðið fyrir eitrun í bænum í gær, líklega frá frostlegi.
Eigandi eins kattarins, auk viðmælanda mbl.is, telja líklegt að kettirnir hafi komist í túnfisk sem fannst í húsgarði í bænum, en lögreglan hefur það til rannsóknar hvort frostlegi hafi verið hleypt í túnfiskinn.
Dýraníðsmál hafa áður komið upp í Hveragerði, en í ágúst árið 2015 drápust þrír kettir eftir að hafa komist í fiskiflök sem sprautuð höfðu verið með frostlegi. Fleiri kettir hafa drepist síðan þá vegna eitrunar en ekki hefur verið staðfest hvaðan þeir komust í eitrið. Þá fannst sundurskorinn köttur í bænum í september á síðasta ári.
Íbúar halda því fram að dýraníðingur gangi laus og viðmælandi mbl.is sakaði bæjaryfirvöld um að loka augunum fyrir málinu. Því neitar Aldís alfarið, auk þess sem hún segir ketti geta komist í frostlög án þess að eitrað hafi verið fyrir þeim. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því í hverju eitrunin fólst.“
„Það sem við viljum ekki er að íbúar grípi til einhverra aðgerða utan við lög og reglur. Lögreglan verður að rannsaka þetta. Bærinn getur ekki gert neitt annað heldur en að taka þetta alvarlega, sem þeir gera, og grípa til allra þeirra aðgerða sem þeir geta.“
Hún segir málið vissulega alvarlegt en það sé takmarkað sem bærinn geti gert. Hún hafi margoft átt fundi með lögreglu vegna málsins og hvatt til þess að það yrði rannsakað. „Þetta er lögreglumál. Ef að þarna hefur átt sér stað eitthvað glæpsamlegt athæfi þá er það lögreglunnar að finna út úr því. Við sem íbúar þessa lands verðum að treysta því að hún grípi til réttra aðgerða.“
Bloggað um fréttina
-
Jóhannes Ragnarsson: Ónothæfir bæjarstjórar og embættanir á eiturbyrlunum
Innlent »
Laugardagur, 16.2.2019
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Taumlaus gleði og hamingja
- Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar
- Stoltir af breyttri bjórmenningu hér
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
Föstudagur, 15.2.2019
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn

- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Sakar Bryndísi um hroka
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Röktu ferðir ræningja í snjónum