Verklag ráðherra tekið fyrir

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/​Hari

Verklag félags- og jafnréttismálaráðherra við yfirstjórn barnaverndarmála og upplýsingagjöf til Alþingis var tekið fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar.

Hún segir að nefndin ætli að kanna þá vinnu sem nú á sér stað bæði hjá velferðarnefnd Alþingis sem og hjá óháðri nefnd sem Katrín Jakobsdóttir skipaði til þess að gera úttekt á tilteknum málum á sviðum barnaverndar hér á landi.

„Við erum eiginlega alveg á frumstigi, við erum að kanna hvort það sé nokkur skörun,“ segir Helga Vala. Koma verði í ljós hvert framhald stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í þessu máli. Niðurstaðna frá óháðu úttektinni er að vænta í byrjun júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert