Þjónustufulltrúar í Hörpu segja upp störfum

20 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum í Hörpu í kjölfar ...
20 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum í Hörpu í kjölfar umfjöllunar um launahækkun forstjóra. Ljósmynd/Harpa

Tuttugu þjónustufulltrúar í Hörpu, þar á meðal allir vaktstjórar, sögðu upp störfum í kvöld í kjölfar fundar með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þjónustufulltrúum í Hörpu.

Fundurinn var boðaður eftir fjölmiðlaumfjöllum um þjónustufulltrúa í Hörpu sem ofbauð launahækkun forstjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Stuttu eftir að laun forstjóra voru hækkuð af stjórn Hörpu, voru laun þjónustufulltrúa lækkuð.

Stjórn tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla þess efn­is að laun for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins hafi hækkað um 20% eft­ir tvo mánuði í starfi.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að vegna breytinga á kjarasamningi VR og nýrra laga um að laun forstjóra ríkisfyrirtækja skuli nú ákvörðuð af stjórnum þeirra en ekki kjararáði hafi launahækkunin numið 14,6% en ekki 20%.

Í yfirlýsingu þjónustufulltrúanna segir að margir þeirra hafi verið mjög ósáttir við skýringar forstjórans, sérstaklega í ljósi þess að engir aðrir starfsmenn hússins þurftu að taka á sig launalækkun. Þjónustufulltrúar eru sá hópur starfsmanna sem er launalægstur allra starfsmanna í Hörpu. „Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið,“ segir í yfirlýsingu.

Yfirlýsing þjónustufulltrúa Hörpu:

Tuttugu þjónustufulltrúar í Hörpu hafa ákveðið að segja upp störfum sínum í kjölfar fundar með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, í dag. Fundurinn var boðaður eftir fréttir um þjónustufulltrúa í Hörpu sem ofbauð svo launahækkun Svanhildar að hann sagði upp. Stuttu eftir að laun forstjóra voru hækkuð af stjórn Hörpu, voru laun þjónustufulltrúa lækkuð. Á fundinum staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmennirnir sem gert var að taka á sig beina launalækkun. Hópur starfsmanna sem þá þegar var launalægstur allra starfsmanna Hörpu.

Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar.

Svanhildur talaði um að á sínum tíma eða í september 2017, hefðu launalækkanir þjónustufulltrúa verið mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.

Fyrir u.þ.b tveimur árum var starfi okkar breytt úr sætavísum í starf þjónustufulltrúa. Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera.

Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.

mbl.is

Innlent »

Ánægð með fylgisaukningu

11:39 „Ég er mjög spennt og líst vel á, við höfum verið að tvöfalda fylgi okkar í könnunum,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sem greiddi atkvæði í Árbæjarskóla í Reykjavík klukkan ellefu í dag. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

11:29 Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fall meirihlutans kæmi ekki á óvart

11:27 „Það mikið svigrúm vegna þess hve margir eru óákveðnir og ósk mín eru sú að kjörsókn verði mikil í dag,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hlíðarskóla um ellefuleytið. Meira »

Var látinn borga fyrir umferðaskilti

11:15 Erlendur ferðamaður sem var að fara í gegnum vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Um var að ræða skilti sem gaf til kynna að bifreiðastöður væru bannaðar. Meira »

Setja 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit í sölu

11:15 Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit. Með því eru nær allar íbúðir á reitnum komnar í sölu. Söluverðmæti nýju íbúðanna er vel á annan milljarð króna. Meira »

Hvetur alla á kjörstað

11:03 „Það stefnir í spennandi kosningar“, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hann greiddi atkvæði í ráðhúsinu um hálf ellefu í dag. Meira »

Vongóð þrátt fyrir fylgistap

10:46 „Ég er bjartsýn. Skoðanakannanir hafa verið misvísandi sem segir mér að margir séu óákveðnir,“ sagði Líf Magneudóttir í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hagaskóla. Meira »

Kosið á vaktinni

10:44 Lögreglumennirnir Jón Arnar Sigurþórsson og Guðrún Hildur Hauksdóttir voru á vaktinni í Borgarnesi og komu í Hjálmaklett til að greiða atkvæði sín. Kjörsókn hefur farið rólega af stað í Borgarnesi, enda veðrið ekki til að reka á eftir fólki að koma sér á kjörstað. Meira »

Oddvitinn segist hafa kosið Framsókn

10:39 „Ég kaus Framsóknarflokkinn,“ segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og hlær þegar mbl.is spurði hann hvernig hann metur á stöðuna, en hann greiddi atkvæði í Breiðagerðisskóla klukkan tíu í morgun. Meira »

Sterk undiralda sem vill breytingar

10:21 „Sú undiralda sem við höfum fundið er sterk. Fólk vill breytingar í borginni,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, sem greiddi atkvæði um tíuleytið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Sanna Magdalena segist bjartsýn

09:51 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálf tíu í morgun. Hún sagðist mjög bjartsýn um möguleika flokksins að ná kjöri inn í borgarstjórn. Meira »

Vilja stuðla að íslenskukennslu

09:37 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun Kaupmannahafnarháskóla að leggja af kennslu í íslensku, bæði forníslensku og nútímaíslensku. Meira »

Búið að opna kjörstaði

09:28 Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu, en kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi. Á Ísafirði mætti Birgir Sveinsson fyrstur manna á kjörstað, en þrír listar eru þar í framboði að þessu sinni. Meira »

Vara við vatnavöxtum og skriðuföllum

08:42 Spáð er talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Varað hefur verið við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðuföllum og gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Suðurlandi er kjördagur heilsar með sunnanstrekkingi og rigningu. Meira »

Kosið til sveitarstjórna í dag

08:30 Kosið verður til sveitarstjórna í 71 sveitarfélagi í dag og opna flestir kjörstaðir klukkan níu. Sveitarfélögunum fækkar um tvö vegna sameininga á Suðurnesjum og Austfjörðum og sjálfkjörið er í einu, Tjörneshreppi. Meira »

Leyfum til áfengisframleiðslu fjölgar

08:18 „Það er auðvitað frábært að einhver sé að gera eitthvað nýtt á þessum markaði. Það er mun meiri fjölbreytni nú en var fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður. Útgefnum leyfum til áfengisframleiðslu á Íslandi hefur fjölgað mjög síðustu ár. Meira »

Helgi ritar skákævisögu Friðriks

07:57 Unnað er að ritun og útgáfu Skákævisögu Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Skáksögufélag Íslands hefur veg og vanda af útgáfunni og hefur gert samning við Helga Ólafsson stórmeistara um að vera aðalritstjóri og höfundur. Meira »

Sýndi af sér ógnandi hegðun

07:20 Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að skemmtistað í miðbænum um fjögurleytið í nótt. Þar höfðu dyraverðir gripið mann sem sýndi af sér ógnandi hegðun inni á staðnum. Þá veittist maður að dyraverði á öðrum stað með hnefahöggi. Meira »

Natalía NS aflahæst á strandveiðunum

05:30 Natalía NS, sem gerð er út frá Bakkafirði, er aflahæst strandveiðibáta með 9,6 tonn í tólf róðrum. Báturinn er einn þriggja báta sem þegar hafa náð tólf róðrum í maí, sem er hámarksfjöldi róðra. Meira »
Tjöld,ofl
Til sölu tjöld,2 manna kr 4000,og 4 manna kr 10000. Samanbrjótanlegur ferðasvef...
BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
MIKIÐ ÚRVAL AF BÓKUM ER Á BOKIN.IS YFIR 13 200 BÆKUR ERU NÚ SKRÁÐAR ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...