Gagnrýnir skuldasöfnun Reykjavíkurborgar

Kjartan Magnússon sagði meirihlutann fresta því að takast á við …
Kjartan Magnússon sagði meirihlutann fresta því að takast á við óhjákvæmilegan vanda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði verulegar athugasemdir við ársreikning Reykjavíkurborgar sem ræddur var í borgarstjórn í dag. Hann sagði ársreikninginn sýna að meirihlutinn hefur engin tök á fjármálum borgarinnar.

„Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarsjóðs áfram að hækka,“ sagði Kjartan og vísaði til þess að á árunum 2016 til ársloka 2017 hækkuðu skuldir borgarinnar um tæplega 15 milljarða króna og nema nú um 99 milljarða.

Enginn skuldsetur sig hins vegar út úr fjárhagsvanda og gildir þá einu hvort um er að ræða heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, að sögn Kjartans. „Þetta er þó engu að síður fjármálastefna vinstri meirihlutans í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar: að fresta því að takast á við hinn óhjákvæmilega fjárhagsvanda með aukinni skuldsetningu,“ staðhæfði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert