„Laun forstjóra hækkuðu ekki“

Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu ...
Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu upp störf­um í gær í kjöl­far fund­ar með for­stjóra Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórður Sverrisson, stjórnarformaður tónlistar- og ráðstefnuhússin Hörpu, segir það ekki rétt að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi, líkt og greint hefur verið frá. „Það voru sagðar falsfréttir um að laun forstjóra hefðu hækkað um 20% sem er rangt,“ segir Þórður í samtali við mbl.is.

Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu upp störf­um í gær í kjöl­far fund­ar með for­stjóra Hörpu. Uppsagnirnar komu í kjölfar fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem of­bauð launa­hækk­un for­stjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Þjónustufulltrúar í Hörpu tóku á sig launalækkun í sept­em­ber 2017 sem stjórnendur Hörpu sögðu vera hluta af sam­stilltu átaki um að rétta af fjár­hag Hörpu.

Þórður vísar í yfirlýsingar stjórnar Hörpu frá því í síðustu viku þar sem fram kemur að Svanhildur Konráðsdóttir var ráðin forstjóri Hörpu í ársbyrjun 2017 og samkvæmt samningi áttu laun hennar að vera 1,5 milljónir króna á mánuði.

Í yf­ir­lýs­ing­unni segir að vegna breyt­inga á kjara­samn­ingi VR séu laun­in nú 1.567.500 kr. Þá seg­ir að 30. des­em­ber 2016 hafi ný lög verið samþykkt á Alþingi sem kváðu á um að frá 1. júlí 2017 skyldu laun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja ákvörðuð af stjórn­um þeirra en ekki af kjararáði. Eft­ir að samið hafði verið um laun við nýj­an for­stjóra barst úr­sk­urður kjararáðs um að laun for­stjóra skyldu vera 1.308.736 kr. Því hafi for­stjóri samþykkt launa­lækk­un upp á 191.264 kr. fyrstu tvo mánuðina í starfi, en samn­ing­ur­inn gilti svo frá 1. júlí 2017. Um­sam­in laun séu því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs.

Aðalatriði að fá frið í húsið

Svanhildur hefur nú óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og að þau verði til samræmis við úrskurð kjararáðs frá 1. júlí 2017, það er rúmar 1,3 milljónir króna.

„Það finnst mér afskaplega drengilegt, því aðalatriði í þessu öllu er að það sé friður á starfsemi hússins. Það er afskaplega mikilvægt að núna þegar hún hefur stigið fram að við fáum aftur frið um starfsemina í húsinu og að allir haldi áfram að njóta að koma þangað,“ segir Þórður.

Laun hærri en kjarasamningar segja til um

Þórður segir að sér þyki afar leitt að þjónustufulltrúar hafi sagt upp störfum. „Mér finnst afleitt að missa þá úr þessum góða Hörpuhóp sem rekur húsið.“

Þórður segir þrátt fyrir launalækkun þjónustufulltrúa í fyrra sé Harpa að greiða þjónustufulltrúum laun sem eru 15% hærri en kjarasamningar VR segja til um. „Álagið lækkaði úr 27-40% í 15%. Harpa er engu að síður að greiða hærri laun en sambærileg menningarhús eru að gera. Við verðum að gæta jafnréttis við önnur hús sem og laun innanhúss hjá okkur,“ segir Þórður. 

Óvíst með næstu skref

Þórður segir að áhrif uppsagnanna séu óljós enn sem komið er. „Við eigum eftir að ræða þetta, en það er þriggja mánaða uppsagnafrestur og menn standa sína plikt eins og menn hafa gert hingað til með ágætum.“

„Aðalatriði núna er að menn fái réttar upplýsingar og að staðreyndir málsins séu ljósar. Við þurfum að vanda okkur,“ segir Þórður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...