„Laun forstjóra hækkuðu ekki“

Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu ...
Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu upp störf­um í gær í kjöl­far fund­ar með for­stjóra Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórður Sverrisson, stjórnarformaður tónlistar- og ráðstefnuhússin Hörpu, segir það ekki rétt að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi, líkt og greint hefur verið frá. „Það voru sagðar falsfréttir um að laun forstjóra hefðu hækkað um 20% sem er rangt,“ segir Þórður í samtali við mbl.is.

Sautján þjón­ustu­full­trú­ar í Hörpu, þar á meðal all­ir vakt­stjór­ar, sögðu upp störf­um í gær í kjöl­far fund­ar með for­stjóra Hörpu. Uppsagnirnar komu í kjölfar fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem of­bauð launa­hækk­un for­stjóra, sem var sögð 20%, svo að hann sagði upp. Þjónustufulltrúar í Hörpu tóku á sig launalækkun í sept­em­ber 2017 sem stjórnendur Hörpu sögðu vera hluta af sam­stilltu átaki um að rétta af fjár­hag Hörpu.

Þórður vísar í yfirlýsingar stjórnar Hörpu frá því í síðustu viku þar sem fram kemur að Svanhildur Konráðsdóttir var ráðin forstjóri Hörpu í ársbyrjun 2017 og samkvæmt samningi áttu laun hennar að vera 1,5 milljónir króna á mánuði.

Í yf­ir­lýs­ing­unni segir að vegna breyt­inga á kjara­samn­ingi VR séu laun­in nú 1.567.500 kr. Þá seg­ir að 30. des­em­ber 2016 hafi ný lög verið samþykkt á Alþingi sem kváðu á um að frá 1. júlí 2017 skyldu laun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja ákvörðuð af stjórn­um þeirra en ekki af kjararáði. Eft­ir að samið hafði verið um laun við nýj­an for­stjóra barst úr­sk­urður kjararáðs um að laun for­stjóra skyldu vera 1.308.736 kr. Því hafi for­stjóri samþykkt launa­lækk­un upp á 191.264 kr. fyrstu tvo mánuðina í starfi, en samn­ing­ur­inn gilti svo frá 1. júlí 2017. Um­sam­in laun séu því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs.

Aðalatriði að fá frið í húsið

Svanhildur hefur nú óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og að þau verði til samræmis við úrskurð kjararáðs frá 1. júlí 2017, það er rúmar 1,3 milljónir króna.

„Það finnst mér afskaplega drengilegt, því aðalatriði í þessu öllu er að það sé friður á starfsemi hússins. Það er afskaplega mikilvægt að núna þegar hún hefur stigið fram að við fáum aftur frið um starfsemina í húsinu og að allir haldi áfram að njóta að koma þangað,“ segir Þórður.

Laun hærri en kjarasamningar segja til um

Þórður segir að sér þyki afar leitt að þjónustufulltrúar hafi sagt upp störfum. „Mér finnst afleitt að missa þá úr þessum góða Hörpuhóp sem rekur húsið.“

Þórður segir þrátt fyrir launalækkun þjónustufulltrúa í fyrra sé Harpa að greiða þjónustufulltrúum laun sem eru 15% hærri en kjarasamningar VR segja til um. „Álagið lækkaði úr 27-40% í 15%. Harpa er engu að síður að greiða hærri laun en sambærileg menningarhús eru að gera. Við verðum að gæta jafnréttis við önnur hús sem og laun innanhúss hjá okkur,“ segir Þórður. 

Óvíst með næstu skref

Þórður segir að áhrif uppsagnanna séu óljós enn sem komið er. „Við eigum eftir að ræða þetta, en það er þriggja mánaða uppsagnafrestur og menn standa sína plikt eins og menn hafa gert hingað til með ágætum.“

„Aðalatriði núna er að menn fái réttar upplýsingar og að staðreyndir málsins séu ljósar. Við þurfum að vanda okkur,“ segir Þórður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 18:56 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í desember 2016. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í lok mars en þinghaldið var lokað. Dómur var kveðinn upp í málinu á föstudag. Meira »

Sagði Landsréttarmálið dæmi um spillingu

Í gær, 18:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, nefndi Landsréttarmálið og umræðuna um ferðakostnað þingmanna sem dæmi um hve hægt gengi að vinna gegn spillingu á Íslandi á opinni málstofu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu á meðal þingmanna. Meira »

Tveir fá 14 milljónir króna

Í gær, 18:44 Fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld, en hann hljóðaði upp á tæplega 1,4 milljarða króna.  Meira »

Eldur í potti í mannlausu húsi

Í gær, 18:34 Tilkynning barst slökkviliðinu á Akureyri skömmu fyrir klukkan fimm um að reykur kæmi út úr íbúðarhúsi við Höfðahlíð. Kom í ljós að eldur var í potti á eldavél en húsið var mannlaust. Meira »

Sýna frá HM á risaskjá á Akureyri

Í gær, 17:44 Sýnt verður frá leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á risaskjá neðst í Gilinu á Akureyri í sumar. Það er Vikudagur sem greinir frá þessu, en þar segir að settur verður upp 15 fermetra risaskjár neðst í gilinu, rétt eins og þegar Akureyrarvaka er. Þar geta Akureyringar safnast saman og horft á leiki Íslands. Meira »

Rifu niður asbest án hlífðarbúnaðar

Í gær, 17:24 Byggingarvinnustaðnum við Grensásveg 12 var lokað 9. maí síðastliðinn og öll vinna bönnuð á verkstað eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr húsinu, án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi búnaður væri til staðar. Meira »

Staða skólameistara VA enn ekki auglýst

Í gær, 17:15 „Ef allt væri eðlilegt þá ætti að vera búið að ráða nýjan skólameistara um þessar mundir svo hann gæti eytt júní og fram að starfslokum skrifstofunnar í það að koma sér inn í nýtt starf og vera klár þegar skólastarfið byrjar aftur,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson sem fyrir hönd Kennarafélags Verkmenntaskóla Austurlands hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu bréf. Meira »

St. Jósefsspítali breytist í Lífsgæðasetur

Í gær, 17:10 „Þarna ætlum við að auka lífsgæði fólks,“ segir Eva Michelsen, nýráðinn verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í hinum fornfræga St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali er eitt af þekktari kennileitum bæjarins en hefur staðið auður síðan 2011. Meira »

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 19%

Í gær, 16:59 Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí síðastliðinn um tæp 19%. Hækkunin er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika frá 27. febrúar síðastliðinn sem gerð var í tengslum við mat á kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Stálu og veltu bifreið

Í gær, 16:33 Tvær ungar konur voru handteknar í Vestmannaeyjum að morgni dags í gær, þriðjudaginn 22. maí, vegna gruns um ölvun við akstur og nytjastuld á bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook. Meira »
Tattoo
...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...