Ríkið á að stuðla að sátt á vinnumarkaði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stöðugleiki á vinnumarkaði verði ekki ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stöðugleiki á vinnumarkaði verði ekki settur á ábyrgð launalægstu hópanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hlutverk ríkisins er að stuðla að sátt á vinnumarkaði og stöðugleiki á vinnumarkaði verður ekki settur á ábyrgð launalægstu hópanna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

Vísar hún í því samhengi á uppsagnir þjónustufulltrúa í Hörpu. 17 manns sögðu upp störfum í gærkvöldi, meðal annars vegna launahækkunar Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, sem greint var frá í fjölmiðlum í síðustu viku. Þjónustufulltrúar í Hörpu tóku á sig launalækkun í fyrra sem stjórn­end­ur Hörpu sögðu vera hluta af sam­stilltu átaki til að rétta af fjár­hag Hörpu.

Þórður Sverrisson, formaður stjórnar Hörpu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að fréttir af launahækkun forstjórans væru falsfréttir. Laun Svanhildar hefðu ekki hækkað um 20% heldur hafi hún tekið á sig tímabundna lækkun vegna úrskurðar kjararáðs.

Hið opinbera á ekki að vera leiðandi í launaþróun

„Það er svo hægur vandi að rifja upp að fjármálaráðherra sendi í fyrra tilmæli til allra stjórna opinberra fyrirtækja um að fara hóflega fram í launaþróun sinna stjórnenda,“ segir Katrín og bætir við að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun, heldur fylgja launaþróun í landinu. Hún vísar til fjármálaráðuneytisins um ítarlegri svör, en þar sé framkvæmd starfskjarastefnu ríkisins að finna.

Aðspurð hvort fulltrúar ríkisins muni ítreka tilmæli fjármálaráðherra frá í fyrra við stjórn Hörpu svarar Katrín: „Ég hef rætt við fjármálaráðherra að hann ræði við stjórnir opinberra fyrirtækja um þessu mál, þar á meðal stjórn Hörpu.“

Stjórn Hörpu sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem  kem­ur fram að stjórn­end­um þyki mjög leitt að sjá á eft­ir góðu fólki sem hafi starfað þar til lengri eða skemmri tíma en tel­ur sig ekki eiga sam­leið með fyr­ir­tæk­inu áfram.

Þjónustufulltrúum sem hafa sagt upp störfum hefur verið sýndur stuðningur, meðal annars frá VR og sviðs- og tækni­fólki sem starfar í Hörpu. Formaður VR greindi frá því að félagið hef­ur ákveðið að hætta að nota Hörpu tón­list­ar­hús und­ir viðburði fé­lags­ins í ljósi yf­ir­lýs­ing­ar frá stjórn Hörpu í morg­un.

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, óskaði eftir því síðdegis að laun henn­ar verði lækkuð aft­ur­virkt frá 1. janú­ar 2018. Þórður segir að það hafi verið drengilega gert af henni og segir hann aðalatriðið á þessu stigi málsins að skapa frið í starfsemi hússins.

„Það er af­skap­lega mik­il­vægt að núna þegar hún hef­ur stigið fram að við fáum aft­ur frið um starf­sem­ina í hús­inu og að all­ir haldi áfram að njóta að koma þangað,“ sagði Þórður í samtali við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »

Æft á morgun í Valsheimilinu

Í gær, 21:37 „Það verður æft á morgun í Valsheimilinu,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við mbl.is. Ljós komst aftur á á Hlíðarenda á níunda tímanum í kvöld, eftir mikið vatnstjón í húsinu. Meira »

Hafna vinnupíningu sem svari við vandamálum

Í gær, 21:11 Stjórn Eflingar – stéttarfélags tekur undir með Öryrkjabandalaginu að stjórnvöldum beri að efla núverandi kerfi örorkumats í stað þess að „efna til tilraunastarfsemi með líf og kjör öryrkja undir merkjum svokallaðs starfsgetumats“ sem sagt er hafa gefist afar illa í nágrannalöndunum. Meira »

Hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Í gær, 20:58 Haukur Ingvarsson hlaut í dag, 18. október, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðahandritið Vistarverur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Meira »

Leita að nýju húsnæði fyrir Vínskólann

Í gær, 20:51 Aflýsa varð fyrirhugðum haustnámskeiðum Vínskólans um vín og mat eftir að Hótel Reykjavík Centrum, sem hefur hýst námskeiðin síðan 2005, greindi forsvarsmönnum frá að þeir hafi lokað veitingahúsinu Fjalakettinum. Meira »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

Í gær, 19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

Í gær, 19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

Í gær, 19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóni vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

Í gær, 18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

Í gær, 18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Í gær, 18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

Í gær, 18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

Í gær, 18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

Í gær, 17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

Í gær, 17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Í gær, 16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

Í gær, 16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...