Vilji til að skoða Borgarlínu

Guðmundur Ingi segir ríkisstjórnina vilja skoða Borgarlínu með borginni.
Guðmundur Ingi segir ríkisstjórnina vilja skoða Borgarlínu með borginni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin sé tilbúin að skoða Borgarlínu í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þetta kom fram í svari til Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, sem staðhæfði meðal annars að Borgarlína væri mikilvægasta verkefnið til þess að ná settum markmiðum í loftlagsmálum.

Logi gerði loftslagsbreytingar að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag og spurði meðal annars Guðmund út í afstöðu ríkisstjórnarinnar til Borgarlínu. „Hvaða fjármunum á að ráðstafa í verkefnið, hversu hárri upphæð og hvernig hún mun dreifast á tímabilið? Það er mjög óljóst í fjármálaáætluninni og reyndar allar yfirlýsingar mjög óljósar. Við þurfum að fá svar við þessu mikilvægasta verkefni samtímans í loftslagsmálum,“ sagði Logi.

„Það er alveg ljóst að það er vilji hjá ríkisstjórninni að skoða þessi mál í samstarfi við Reykjavíkurborg, eins og komið hefur fram í máli umhverfisráðherra og samgönguráðherra,“ sagði Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert