Beðið eftir dómi í kynferðisbrotamáli

Aðalmeðferð lauk 26. apríl í héraðsdómi Reykjaness.
Aðalmeðferð lauk 26. apríl í héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir manninum sem sagður er hafa nauðgað 18 ára dreng í fleiri daga, tekið óviðeigandi myndir af honum og brotið ítrekað gegn nálgunarbanni var framlengt síðasta föstudag til 1. júní næstkomandi.

Aðalmeðferð málsins lauk 26. apríl síðastliðinn og standa vonir til þess að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna frá þeim tíma, segir Óli Ingi Ólason hjá embætti ríkissaksóknara við mbl.is. Dómsuppkvaðning kann að dragast eitthvað ef annasamt er hjá dómara í málinu.

Málið er hjá Héraðsdómi Reykjaness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert