Borgarlína auki plássið á götunum

Dóra Björt oddviti Pírata sagði Borgarlínu m.a. snúast um að ...
Dóra Björt oddviti Pírata sagði Borgarlínu m.a. snúast um að búa til aukið pláss á götunum fyrir þá sem þurfa að vera á bíl. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er engin barátta á milli Borgarlínu og einkabílsins, þessir hlutir vinna saman,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borginni á opnum fundi í Gamla bíó í morgun. Andrés Magnússon, formaður Samtaka verslunar og þjónustu stýrði umræðum um samgöngumál á fundinum, þar sem oddvitar sjö framboða af þeim sem 16 sem bjóða fram í borginni voru saman komnir.

Andrés spurði stjórnmálafólkið að því hvernig mætti stytta ferðatíma innan borgarinnar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði að það verði að breyta ferðavenjum borgarbúa til að samgöngur höfuðborgarsvæðisins gangi betur upp.

Dagur sagði að Borgarlína væri efst á lista yfir aðgerðir sem ráðast þyrfti í og að einungis ósamstaða á meðal þeirra sem sækjast eftir sæti í borgarstjórn á komandi gæti komið í veg fyrir að verkefnið verði að veruleika, en sem kunnugt er hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykkt svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir Borgarlínu.

Auk flokkanna sem nú eru í meirihluta í borgarstjórn hefur Viðreisn talað fyrir Borgarlínu og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti flokksins sagði styttri ferðatíma og aukna tíðni ferða vera það sem skipti notendur strætó máli. Það markmið náist með Borgarlínu.

Dóra Björt sagði Borgarlínu snúast um að búa til aukið pláss á götunum fyrir þá sem þurfi að keyra, en að ungt fólk í borginni taki sjaldnar bílpróf og vilji gjarnan nota almenningssamgöngur.

Aðrir flokkar, meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn, hafa talað um að bæta almenningssamgöngur á annan hátt en með borgarlínuverkefninu.

Eyþór Arnalds sagði á fundinum að síðasti áratugur hafi verið „áratugur hinna glötuðu tækifæra“ í samgöngumálum borgarinnar og að það þurfi að ráðast í stórátak í vegaframkvæmdum og bæta almenningssamgöngur. Nefndi Eyþór meðal annars að ekki væri lengur hægt að kaupa farmiða í strætó á Hlemmi.

Framsóknarflokkurinn í borginni hefur talað fyrir því að það verði ókeypis í strætó og það segir Ingvar Jónsson oddviti flokksins að greiða muni fyrir samgöngum í borginni.

Líf Magneudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á fundinum ...
Líf Magneudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins sagði að borgaryfirvöld hefðu á undanförnum tíu árum slegið á frest mörgum vegaframkvæmdum til þess að forgangsraða í þágu almenningssamgangna með engum árangri. Vegna þessa hefði meðal annars sex mislægum gatnamótum í borginni verið slegið á frest, en alvarlegast væri hins vegar að ekki hefði verið ráðist í gerð Sundabrautar.

„Við viljum ekki gera Reykjavík að einum stórum mislægum gatnamótum,“ sagði Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna. Það sagði hún að þyrfti að hafa í huga er rætt væri um uppbyggingu samgönguinnviða í borginni.

Horfa má á fundinn í heild sinni á vef Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Innlent »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Tveir menn í farbanni

13:10 Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. Meira »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...