Neita að ganga í kjól í vinnunni

Hard Rock Cafe í Reykjavík.
Hard Rock Cafe í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Stéttarfélagið Efling hefur krafist þess að Hard Rock Café láti tafarlaus af áformum sínum að skylda kvenkyns starfsmenn veitingastaðarins til að ganga í kjól í vinnunni.

Starfsmenn Hard Rock Café í Reykjavík leituðu til Eflingar í gær vegna breytinga á reglum fyrirtækisins um klæðaburð kvenna á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Hingað til hafa konur á vinnustaðnum klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú fer fyrirtækið fram á að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna.  

Í tilkynningu frá Eflingu er haft eftir Leifi Gunnarssyni, lögfræðingi á kjaramálasviði Eflingar, að félagið berjist fyrir hvers kyns misrétti á vinnumarkaði og tekur allar ábendingar og kvartanir um mismunun alvarlega.

Óþægilegir og ósmekklegir kjólar

Í kvörtun sem félagsmenn starfsmanna Hard Rock sendu Eflingu kemur meðal annars fram að konurnar vilja áfram klæðast skyrtum og buxum á vinnutíma og að kjólarnir sem þær áttu að klæðast væru bæði óþægilegir og ósmekklegir.

Leifur hefur sent Hard Rock bréf þar sem krafist er að fyrirtækið láti af umræddum áformum. Í bréfinu segir meðal annars að starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert