Svefn undirstaða vellíðanar barna

Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur ...
Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur að vellíðan þeirra. mbl.is/Ásdís

Svefnleysi veldur því að börn og ungmenni eru líklegri til þess að sækja í óholla næringu og sýna einkenni ofvirkni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Háskóla Íslands í dag um svefn og næringu barna og ungmenna. Einnig kom fram að orkudrykkir með áhættusamt magn koffíns, steinefna og vítamína væru hugsanlega aðgengilegir börnum.

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallaði um mikilvægi svefns barna og ungmenna og nefndi að djúpsvefn væri sérstaklega mikilvægur. Svefn er ekki óvirkni, heldur virkt ástand þar sem líkaminn allur endurnýjast og endurbyggja.

Öll aldursskeið eiga mismunandi ráðlagðan svefntíma. Til að mynda eiga börn á aldrinum 3-5 ára að sofa um 10-15 tíma á sólarhring og unglingar um 8-10 tíma. Erna sagði sérstakt áhyggjuefni hversu lítið íslensk ungmenni sofa, en rannsóknir hafa sýnt að margir 10. bekkingar sofa aðeins 6 klukkutíma á nóttu.

Fundurinn var vel sóttur.
Fundurinn var vel sóttur. mbl.is/Gunnlaugur

Svefnskortur veldur óhollustu og skapsveiflum

Of lítill svefn getur valdið ýmsum breytingum í hegðun barna, andstætt fullorðnum sem eiga það til að dotta þegar þeir eru þreyttir. Illa sofin börn verða oft pirruð, sýna miklar skapsveiflur, fá verri einbeitingu og geta sýnt ofvirknieinkenni. 

„Við getum ímyndað okkur hvernig það barn verður sem mætir þreytt í skóla,“ sagði Erna og bætti við að mikilvægast væri að regla væri á svefntíma, jafnvel um helgar.

Náttúrulegur svefntími unglinga seinkar á aldursskeiði þeirra. Erna benti þó á að unglingar kæmu sér oft í slæman vítahring þar sem þeir fara seint að sofa og vegna þreytu vakna seint um helgar. Þegar á sunnudag er komið verður síðan erfitt að fara snemma í háttinn þar sem er búið að sofa fram á hádegi, sem veldur því að unglingurinn vaknar þreyttur að nýju á mánudagsmorgni.

Einnig kom fram að síðdegislúrar eru ekki til þess fallnir að bæta svefn ásamt því að hreyfing að kvöldi geti truflað eðlilegan nætursvefn.

Erna sagði að það gæti verið svo að samhengi sé milli gríðarlega stuttum svefntíma íslenskra unglinga og óútskýrðu brottfalli úr framhaldsskólum.

Snjalltæki trufla og klukkan vitlaus

Melatónín er hormón í líkamanum sem eykst í myrkri og skapar þreytu. Birta minnkar hinsvegar magn hormónsins sem er náttúruleg leið líkamans til að vakna. birta frá snjallsímum og spjaldtölvum veldur því að melatónín magnið í líkamanum minnkar og gera tækin mannfólkinu, börnum sérstaklega, því erfiðara fyrir að fá góðan svefn.

Samkvæmt Ernu hjálpar ekki heldur í sambandi við náttúrulegt birtustig að klukkan á Íslandi sé rangt stillt. Hún sagði Ísland 1-1,5 klukkustund of snemma sem þýðir að Íslendingar missa af því að hafa mikilvæga birtu á morgnana. Jafnframt fara Íslendingar að meðaltali klukkustund seinna að sofa en nágrannaþjóðir.

Erna sagði mikilvægt að fyrir svefninn sé rólegt umhverfi fyrir börnin; engin snjalltæki, lesa eða spila, fara í heitt bað og svo framvegis. Þá þarf svefnumhverfið að vera gott og mælir hún með svölu herbergi þar sem er dimmt og hljótt, ekki síst þægilegt rúm.

Vegna skammdegisins getur verið mikilvægt að hafa skammdegisljós til þess að koma reglu á svefntíma og bjarga morgnunum.

Svefn og koffín

Börn og unglingar sækja oft í mikil sætindi og svefnleysi veldur því að líkaminn leitar í orku sem hann getur fengið úr kolvetni. Fram kom í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, að rannsóknir sýna að vísbendingar séu um að það er samhengi milli svefnleysis og að sækja í óholla kolvetnisríka næringu. Hún sagði mikilvægt að kenna börnum og ungmönnum að elda sér mat í stað þess að fá sér snarl.

Þá gerði Ingibjörg að sérstöku umfjöllunarefni sínu koffíndrykki, þar sem neysla þeirra meðal ungmenna hefur farið vaxandi og ofneysla koffíns geta orsakað eitrunareinkennum og haft áhrif á hjartslátt. Enn fremur benti hún á að koffín sem neytt er eftir hádegi geti haft áhrif á nætursvefn þar sem það eyðist hægt.

Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir ...
Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir komið á markað sem bannaðir eru innan 18 ára. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ingibjörg sagði að 2005 hafi sterkustu koffíndrykkirnir verið með um 161-176 milligröm koffíni á líter. Nú hafa hinsvegar verið leyfðir drykkir með allt að 550 milligrömmum á líter. Þá sagði hún sérstakt áhyggjuefni að umbúðir drykkja frá sama framleiðanda séu nánast eins á drykkjum með miklu koffínmagni og þeim með minna magn.

Sumir koffín drykkja eru með svo mikið magn koffíns að þeir eru bannaðir innan 18 ára, en Ingibjörg spurði hvernig því er framfylgt ef umbúðirnar séu eins.

Skyntruflanir og doði

Margir koffíndrykkir innihalda einnig mikið magn vítamína, oft tugþúsundfalt ráðlagðan dagsskammt og að efrimörkum hættulausrar neyslu. Samkvæmt Ingibjörgu eru drykkir á markaði sem geta valdið skyntruflunum og doða, sérstaklega hjá börnum sem þurfa mun minna magn.

Sem dæmi var dregin fram 250 ml dós sem inniheldur 20 milligröm af B6 vítamíni. Hámarksdagskammtur fullorðinna er 25 milligrömm. Einnig eru dæmi um drykki með 10 þúsundfalt nauðsynlegt magn af B12 vítamíni.

Ingibjörg lýsti áhyggjum sínum af því að nýtt ofneyslutímabil væri að hefjast og að ekki væri hægt að sjá skýrt hverjar afleiðingarnar verða fyrr en eftir 20-30 ár.

Fundurinn í dag var settur af rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, í Vigdísarhúsi og er hann fyrstur í fundarröðinni Best fyrir börnin á vegum háskólans.

mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »

Borgin semur við Borg um borðið

05:30 Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.   Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

05:30 Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Ný göng yrðu lengri

05:30 Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits. Meira »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu, á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »