Svefn undirstaða vellíðanar barna

Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur ...
Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur að vellíðan þeirra. mbl.is/Ásdís

Svefnleysi veldur því að börn og ungmenni eru líklegri til þess að sækja í óholla næringu og sýna einkenni ofvirkni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Háskóla Íslands í dag um svefn og næringu barna og ungmenna. Einnig kom fram að orkudrykkir með áhættusamt magn koffíns, steinefna og vítamína væru hugsanlega aðgengilegir börnum.

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallaði um mikilvægi svefns barna og ungmenna og nefndi að djúpsvefn væri sérstaklega mikilvægur. Svefn er ekki óvirkni, heldur virkt ástand þar sem líkaminn allur endurnýjast og endurbyggja.

Öll aldursskeið eiga mismunandi ráðlagðan svefntíma. Til að mynda eiga börn á aldrinum 3-5 ára að sofa um 10-15 tíma á sólarhring og unglingar um 8-10 tíma. Erna sagði sérstakt áhyggjuefni hversu lítið íslensk ungmenni sofa, en rannsóknir hafa sýnt að margir 10. bekkingar sofa aðeins 6 klukkutíma á nóttu.

Fundurinn var vel sóttur.
Fundurinn var vel sóttur. mbl.is/Gunnlaugur

Svefnskortur veldur óhollustu og skapsveiflum

Of lítill svefn getur valdið ýmsum breytingum í hegðun barna, andstætt fullorðnum sem eiga það til að dotta þegar þeir eru þreyttir. Illa sofin börn verða oft pirruð, sýna miklar skapsveiflur, fá verri einbeitingu og geta sýnt ofvirknieinkenni. 

„Við getum ímyndað okkur hvernig það barn verður sem mætir þreytt í skóla,“ sagði Erna og bætti við að mikilvægast væri að regla væri á svefntíma, jafnvel um helgar.

Náttúrulegur svefntími unglinga seinkar á aldursskeiði þeirra. Erna benti þó á að unglingar kæmu sér oft í slæman vítahring þar sem þeir fara seint að sofa og vegna þreytu vakna seint um helgar. Þegar á sunnudag er komið verður síðan erfitt að fara snemma í háttinn þar sem er búið að sofa fram á hádegi, sem veldur því að unglingurinn vaknar þreyttur að nýju á mánudagsmorgni.

Einnig kom fram að síðdegislúrar eru ekki til þess fallnir að bæta svefn ásamt því að hreyfing að kvöldi geti truflað eðlilegan nætursvefn.

Erna sagði að það gæti verið svo að samhengi sé milli gríðarlega stuttum svefntíma íslenskra unglinga og óútskýrðu brottfalli úr framhaldsskólum.

Snjalltæki trufla og klukkan vitlaus

Melatónín er hormón í líkamanum sem eykst í myrkri og skapar þreytu. Birta minnkar hinsvegar magn hormónsins sem er náttúruleg leið líkamans til að vakna. birta frá snjallsímum og spjaldtölvum veldur því að melatónín magnið í líkamanum minnkar og gera tækin mannfólkinu, börnum sérstaklega, því erfiðara fyrir að fá góðan svefn.

Samkvæmt Ernu hjálpar ekki heldur í sambandi við náttúrulegt birtustig að klukkan á Íslandi sé rangt stillt. Hún sagði Ísland 1-1,5 klukkustund of snemma sem þýðir að Íslendingar missa af því að hafa mikilvæga birtu á morgnana. Jafnframt fara Íslendingar að meðaltali klukkustund seinna að sofa en nágrannaþjóðir.

Erna sagði mikilvægt að fyrir svefninn sé rólegt umhverfi fyrir börnin; engin snjalltæki, lesa eða spila, fara í heitt bað og svo framvegis. Þá þarf svefnumhverfið að vera gott og mælir hún með svölu herbergi þar sem er dimmt og hljótt, ekki síst þægilegt rúm.

Vegna skammdegisins getur verið mikilvægt að hafa skammdegisljós til þess að koma reglu á svefntíma og bjarga morgnunum.

Svefn og koffín

Börn og unglingar sækja oft í mikil sætindi og svefnleysi veldur því að líkaminn leitar í orku sem hann getur fengið úr kolvetni. Fram kom í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, að rannsóknir sýna að vísbendingar séu um að það er samhengi milli svefnleysis og að sækja í óholla kolvetnisríka næringu. Hún sagði mikilvægt að kenna börnum og ungmönnum að elda sér mat í stað þess að fá sér snarl.

Þá gerði Ingibjörg að sérstöku umfjöllunarefni sínu koffíndrykki, þar sem neysla þeirra meðal ungmenna hefur farið vaxandi og ofneysla koffíns geta orsakað eitrunareinkennum og haft áhrif á hjartslátt. Enn fremur benti hún á að koffín sem neytt er eftir hádegi geti haft áhrif á nætursvefn þar sem það eyðist hægt.

Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir ...
Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir komið á markað sem bannaðir eru innan 18 ára. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ingibjörg sagði að 2005 hafi sterkustu koffíndrykkirnir verið með um 161-176 milligröm koffíni á líter. Nú hafa hinsvegar verið leyfðir drykkir með allt að 550 milligrömmum á líter. Þá sagði hún sérstakt áhyggjuefni að umbúðir drykkja frá sama framleiðanda séu nánast eins á drykkjum með miklu koffínmagni og þeim með minna magn.

Sumir koffín drykkja eru með svo mikið magn koffíns að þeir eru bannaðir innan 18 ára, en Ingibjörg spurði hvernig því er framfylgt ef umbúðirnar séu eins.

Skyntruflanir og doði

Margir koffíndrykkir innihalda einnig mikið magn vítamína, oft tugþúsundfalt ráðlagðan dagsskammt og að efrimörkum hættulausrar neyslu. Samkvæmt Ingibjörgu eru drykkir á markaði sem geta valdið skyntruflunum og doða, sérstaklega hjá börnum sem þurfa mun minna magn.

Sem dæmi var dregin fram 250 ml dós sem inniheldur 20 milligröm af B6 vítamíni. Hámarksdagskammtur fullorðinna er 25 milligrömm. Einnig eru dæmi um drykki með 10 þúsundfalt nauðsynlegt magn af B12 vítamíni.

Ingibjörg lýsti áhyggjum sínum af því að nýtt ofneyslutímabil væri að hefjast og að ekki væri hægt að sjá skýrt hverjar afleiðingarnar verða fyrr en eftir 20-30 ár.

Fundurinn í dag var settur af rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, í Vigdísarhúsi og er hann fyrstur í fundarröðinni Best fyrir börnin á vegum háskólans.

mbl.is

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....