Svefn undirstaða vellíðanar barna

Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur ...
Reglulegur svefn barna og unglinga er mikilvægt atriði þegar kemur að vellíðan þeirra. mbl.is/Ásdís

Svefnleysi veldur því að börn og ungmenni eru líklegri til þess að sækja í óholla næringu og sýna einkenni ofvirkni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Háskóla Íslands í dag um svefn og næringu barna og ungmenna. Einnig kom fram að orkudrykkir með áhættusamt magn koffíns, steinefna og vítamína væru hugsanlega aðgengilegir börnum.

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallaði um mikilvægi svefns barna og ungmenna og nefndi að djúpsvefn væri sérstaklega mikilvægur. Svefn er ekki óvirkni, heldur virkt ástand þar sem líkaminn allur endurnýjast og endurbyggja.

Öll aldursskeið eiga mismunandi ráðlagðan svefntíma. Til að mynda eiga börn á aldrinum 3-5 ára að sofa um 10-15 tíma á sólarhring og unglingar um 8-10 tíma. Erna sagði sérstakt áhyggjuefni hversu lítið íslensk ungmenni sofa, en rannsóknir hafa sýnt að margir 10. bekkingar sofa aðeins 6 klukkutíma á nóttu.

Fundurinn var vel sóttur.
Fundurinn var vel sóttur. mbl.is/Gunnlaugur

Svefnskortur veldur óhollustu og skapsveiflum

Of lítill svefn getur valdið ýmsum breytingum í hegðun barna, andstætt fullorðnum sem eiga það til að dotta þegar þeir eru þreyttir. Illa sofin börn verða oft pirruð, sýna miklar skapsveiflur, fá verri einbeitingu og geta sýnt ofvirknieinkenni. 

„Við getum ímyndað okkur hvernig það barn verður sem mætir þreytt í skóla,“ sagði Erna og bætti við að mikilvægast væri að regla væri á svefntíma, jafnvel um helgar.

Náttúrulegur svefntími unglinga seinkar á aldursskeiði þeirra. Erna benti þó á að unglingar kæmu sér oft í slæman vítahring þar sem þeir fara seint að sofa og vegna þreytu vakna seint um helgar. Þegar á sunnudag er komið verður síðan erfitt að fara snemma í háttinn þar sem er búið að sofa fram á hádegi, sem veldur því að unglingurinn vaknar þreyttur að nýju á mánudagsmorgni.

Einnig kom fram að síðdegislúrar eru ekki til þess fallnir að bæta svefn ásamt því að hreyfing að kvöldi geti truflað eðlilegan nætursvefn.

Erna sagði að það gæti verið svo að samhengi sé milli gríðarlega stuttum svefntíma íslenskra unglinga og óútskýrðu brottfalli úr framhaldsskólum.

Snjalltæki trufla og klukkan vitlaus

Melatónín er hormón í líkamanum sem eykst í myrkri og skapar þreytu. Birta minnkar hinsvegar magn hormónsins sem er náttúruleg leið líkamans til að vakna. birta frá snjallsímum og spjaldtölvum veldur því að melatónín magnið í líkamanum minnkar og gera tækin mannfólkinu, börnum sérstaklega, því erfiðara fyrir að fá góðan svefn.

Samkvæmt Ernu hjálpar ekki heldur í sambandi við náttúrulegt birtustig að klukkan á Íslandi sé rangt stillt. Hún sagði Ísland 1-1,5 klukkustund of snemma sem þýðir að Íslendingar missa af því að hafa mikilvæga birtu á morgnana. Jafnframt fara Íslendingar að meðaltali klukkustund seinna að sofa en nágrannaþjóðir.

Erna sagði mikilvægt að fyrir svefninn sé rólegt umhverfi fyrir börnin; engin snjalltæki, lesa eða spila, fara í heitt bað og svo framvegis. Þá þarf svefnumhverfið að vera gott og mælir hún með svölu herbergi þar sem er dimmt og hljótt, ekki síst þægilegt rúm.

Vegna skammdegisins getur verið mikilvægt að hafa skammdegisljós til þess að koma reglu á svefntíma og bjarga morgnunum.

Svefn og koffín

Börn og unglingar sækja oft í mikil sætindi og svefnleysi veldur því að líkaminn leitar í orku sem hann getur fengið úr kolvetni. Fram kom í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, að rannsóknir sýna að vísbendingar séu um að það er samhengi milli svefnleysis og að sækja í óholla kolvetnisríka næringu. Hún sagði mikilvægt að kenna börnum og ungmönnum að elda sér mat í stað þess að fá sér snarl.

Þá gerði Ingibjörg að sérstöku umfjöllunarefni sínu koffíndrykki, þar sem neysla þeirra meðal ungmenna hefur farið vaxandi og ofneysla koffíns geta orsakað eitrunareinkennum og haft áhrif á hjartslátt. Enn fremur benti hún á að koffín sem neytt er eftir hádegi geti haft áhrif á nætursvefn þar sem það eyðist hægt.

Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir ...
Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum og hafa nýjir komið á markað sem bannaðir eru innan 18 ára. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ingibjörg sagði að 2005 hafi sterkustu koffíndrykkirnir verið með um 161-176 milligröm koffíni á líter. Nú hafa hinsvegar verið leyfðir drykkir með allt að 550 milligrömmum á líter. Þá sagði hún sérstakt áhyggjuefni að umbúðir drykkja frá sama framleiðanda séu nánast eins á drykkjum með miklu koffínmagni og þeim með minna magn.

Sumir koffín drykkja eru með svo mikið magn koffíns að þeir eru bannaðir innan 18 ára, en Ingibjörg spurði hvernig því er framfylgt ef umbúðirnar séu eins.

Skyntruflanir og doði

Margir koffíndrykkir innihalda einnig mikið magn vítamína, oft tugþúsundfalt ráðlagðan dagsskammt og að efrimörkum hættulausrar neyslu. Samkvæmt Ingibjörgu eru drykkir á markaði sem geta valdið skyntruflunum og doða, sérstaklega hjá börnum sem þurfa mun minna magn.

Sem dæmi var dregin fram 250 ml dós sem inniheldur 20 milligröm af B6 vítamíni. Hámarksdagskammtur fullorðinna er 25 milligrömm. Einnig eru dæmi um drykki með 10 þúsundfalt nauðsynlegt magn af B12 vítamíni.

Ingibjörg lýsti áhyggjum sínum af því að nýtt ofneyslutímabil væri að hefjast og að ekki væri hægt að sjá skýrt hverjar afleiðingarnar verða fyrr en eftir 20-30 ár.

Fundurinn í dag var settur af rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, í Vigdísarhúsi og er hann fyrstur í fundarröðinni Best fyrir börnin á vegum háskólans.

mbl.is

Innlent »

Boðar lækkun tekjuskatts

17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafanna. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...