Allt að 50% færri bókanir en í fyrra

Ferðamenn á við þjóðveginn.
Ferðamenn á við þjóðveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að ferðaskrifstofur hafi fengið 50% færri bókanir í sumar en á sama tíma í fyrra.

Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland, skipuleggur ferðir til Íslands. Hann segir samdráttinn nema 22-25% milli ára. Eftirspurnin sé að breytast. Ferðamenn komi nú í ódýrari ferðir.

Sævar telur aðspurður að fyrir vikið minnki meðaltekjur af hverjum ferðamanni umtalsvert milli ára. Heildartekjurnar geti því dregist saman þótt ferðamönnum fjölgi. Ljóst sé að tímabil mikillar tekjuaukningar í íslenskri ferðaþjónustu sé að baki, a.m.k. í bili, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert