Laun stjórnar Hörpu hækkuðu um 8%

Launamál starfsmanna og stjórnenda Hörpu hafa verið mikið í umræðunni …
Launamál starfsmanna og stjórnenda Hörpu hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga um hækkun launa stjórnar Hörpu um 8% var samþykkt á aðalfundi Hörpu í lok síðasta mánaðar. Hækkunin nam 7.500 krónum og verða laun stjórnarmanna nú 100 þúsund krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær hins vegar 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundarins sem finna má á heimasíðu Hörpu.

Í frétt á vef Vísis er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, stjórnarformanni Hörpu, að hann telji hækkunina langt innan ramma Salek-samkomulagsins og að þóknunin sé lægri en það sem gerist hjá fyrirtækjum á markaði. Síðast hafi laun stjórnarmanna hækkað árið 2013.

Undanfarna daga hefur mikil umræða verið um launamál starfsmanna Hörpu, en meirihluti þjónustufulltrúa fyrirtækisins sagði upp eftir að greint var frá því að laun Svanhildar Konráðsdóttur, framkvæmdastjóra Hörpu, hefðu hækkað á sama tíma og laun þjónustufulltrúa höfðu verið lækkuð.

Þá gagnrýndi VR ákvörðunina og hætti við tvo viðburði í Hörpu í kjölfarið. Í vikunni greindi svo Svanhildur frá því að hún vildi að laun sín yrðu lækkuð að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert