Gera athugasemdir við samanburð SA

Vallahverfið í Hafnarfirði. Bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar gera alvarlegar athugasemdir ...
Vallahverfið í Hafnarfirði. Bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar gera alvarlegar athugasemdir við greiningu SA á fjárhagsstöðu sveitarfélaga. mbl.is/RAX

Að mati bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar gefur framsetning Samtaka atvinnulífsins á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.

Þetta kemur fram í athugasemdum frá þeim Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem sendar voru fjölmiðlum í dag.

Bæjarstjórarnir gera alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði í samanburði SA. Þeir gagnrýna stigagjöfina í samanburðinum, en samanburður var gerður á alls níu mælikvörðum, þar sem það sveitarfélag sem kom best út fékk 12 stig og það sem kom verst úr fékk 1 stig.

„Ekki þarf að vera mikill munur á milli sveitarfélaga til þess að fá 12 og 1.  Þannig að stigagjöfin getur skipt miklu máli þó munurinn á milli sveitarfélaga sé lítill í einstökum mælikvörðum,“ segja bæjarstjórarnir.

Bæjarstjórarnir gagnrýna stigagjöf Samtaka atvinnulífsins, en þar eru þeirra sveitarfélög ...
Bæjarstjórarnir gagnrýna stigagjöf Samtaka atvinnulífsins, en þar eru þeirra sveitarfélög neðst, ásamt Reykjavíkurborg. Tafla/Úr greiningu SA

Skuldirnar vegi of mikið

Þá segja þeir að skuldir sveitarfélaga fái of mikið vægi í samanburði SA en alls tengjast fjórir samanburðarþættir af níu skuldastöðu sveitarfélaganna með beinum hætti.

„Af eðlilegum ástæðum raðast þau sveitarfélög best í þeim samanburði sem skulda minnst og fá þar af leiðandi hæstu stigin.  Eins og stigagjöfin er vegur það nokkuð þungt og því spurt hvort það sé rétt nálgun þegar er verið að skoða rekstrarframmistöðu í dag að skuldir fortíðar vegi svo þungt?“ spyrja bæjarstjórarnir, en þeirra sveitarfélög voru samanlagt í 10. og 12. sæti í greiningu Samtaka atvinnulífsins.

Haraldur og Kjartan segja að ef litið væri framhjá skuldum sveitarfélaganna, sem séu hluti af uppsöfnuðum rekstrarvanda fortíðar, myndi Reykjanesbær koma best út úr heildarsamanburði 12 stærstu sveitarfélaganna.

Svona er staðan þegar horft er framhjá skuldatengdum mælikvörðum, segja ...
Svona er staðan þegar horft er framhjá skuldatengdum mælikvörðum, segja bæjarstjórarnir. Tafla/Aðsend

„Sveitarfélög hafa almennt ekki verið að taka lán á undanförnum árum.  Þau hafa verið að hagræða í rekstri og greiða niður skuldir. Því gefur það villandi mynd um stöðuna í dag að setja upp samanburð á þann veg sem Samtök atvinnulífsins gera,“ segja bæjarstjórarnir.

Gamlar tölur gefi ekki mynd af stöðunni í dag

Þá segja þeir að athygli vekji að í samantekt SA séu að notast við meðaltal frá 2002 til 2018, þegar útgjöld á íbúa eru borin saman og reikna með því að þar sé verið að tala um meðaltal ársreikninga sveitarfélaganna 2002 til 2017 og fjárhagsáætlun 2018.

„Þarna er breyta sem byggir ekki á sama grunni og aðrar,“ segja bæjarstjórarnir og bæta því við að ljóst sé að útgjöld á íbúa í upphafi þessarar aldar segir lítið til um útgjöldin í dag.

„Ef það hefur verið ætlun Samtakanna að varpa ljósi á fjármálastjórn sveitarfélaganna að meðaltali frá árinu 2002  þá hefði verið rétt að láta það koma skýrt fram en ekki eins og hér hefur verið gert sem gefur fulla ástæðu til að ætla að framsetningin gefi ekki raunverulega mynd af rekstrarframmistöðu sveitarfélaganna í dag,“ segja bæjarstjórarnir.

Horfa þurfi á skattstofninn

Þeir setja einnig spurningamerki við það hvort staðhæfing SA um að „góður rekstur virðist skila sér heilt yfir í lægri skattheimtu á íbúa“ standist fullkomlega og gefi rétta mynd.

Þeir spyrja hvort ekki sé nauðsynlegt að fara dýpra í málið og horfa í skattstofn sveitarfélaganna, en Reykjanesbær er með minnstar tekjur á hvern íbúa og Hafnarfjarðarbær þær fjórðu minnstu.

Tekjur á hvern íbúa að frádregnum framlögum úr jöfnunarsjóði árið ...
Tekjur á hvern íbúa að frádregnum framlögum úr jöfnunarsjóði árið 2017. Tafla/Aðsend

„Í fyrsta lagi er sögð mikil fylgni við rekstrarsamanburðinn hér að framan, þar sem fjórir mælikvarðar af níu eru beintengdir skuldum, og því hversu hátt hlutfall af tekjum íbúa sveitarfélögin taka til sín með skattheimtu.  Er ekki nauðsynlegt þegar svona staðhæfing er sett fram að fara dýpra í málið?  Hér hlýtur skattstofninn að skipta miklu máli.  Hann vegur nokkuð þungt þegar álagningahlutfall er skoðað,“ segja bæjarstjórarnir.

Þá segja bæjarstjórarnir einnig litið framhjá því hversu margir íbúar eru um hvert stöðugildi í sveitarfélögunum, en sá samanburður hefði verið þeirra sveitarfélögunum hagfelldur.

Bæjarstjórarnir segja að þeirra sveitarfélög komi vel út úr þessum ...
Bæjarstjórarnir segja að þeirra sveitarfélög komi vel út úr þessum samanburði. Tafla/Aðsend

„Þegar fjöldi íbúa á hvert stöðugildi er skoðaður skipa Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær sér í annað og þriðja sæti með flesta íbúa á hvert stöðugildi.  Hér hefðu þau sveitarfélög skorað hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eðlileg staða í ljósi úrslitanna

16:36 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir það hið eðlilega í stöðunni að Fyrir Heimaey og Eyjalistinn ræði saman í dag. Það sé það sem búast hafi mátt við eftir úrslit kosninganna, sem sjálfstæðismenn túlki sem skýr skilaboð um að vilji kjósenda sé að breyta til í bænum. Meira »

Staða Ástu óljós

16:32 „Þegar fjórir flokkar standa saman að meirihluta getur það svo sem verið mjög flókið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við mbl.is. Odd­vit­ar Fram­sóknar og óháðra, Miðflokksins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar í Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um mynd­un nýs meiri­hluta í Árborg. Meira »

Viðreisn með pálmann í höndunum

15:53 Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir í samtali við blaðamann mbl.is tvísýnt hvort Dagur B. Eggertsson nái að halda áfram sem borgarstjóri, jafnvel þótt Samfylkingin myndi ná að mynda meirihluta. Meira »

Sólarhringstöf á flugi Icelandair frá Helsinki

15:48 Vél Icelandair frá Helsinki sem átti að lenda í Keflavík í gærkvöldi stendur enn sem fastast á flugvellinum í Helsinki. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, kom upp bilun þegar vélin átti að fara í gærkvöldi. Meira »

Vigdís sér fyrir sér meirihluta

14:56 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, telur að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eigi margt sameiginlegt og geti myndað meirihluta í borgarstjórn á málefnalegum grundvelli. Meira »

Ræða síðdegis við Eyjalistann

14:38 Framboðið Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum fundar þessa stundina um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem skiluðu þeim þremur bæjarfulltrúum, en sjö fulltrúar skipa bæjarstjórnina. Meira »

Talið aftur í Fjarðabyggð

13:42 Kjörstjórn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að endurtelja atkvæðin í sveitarstjórnarkosningunum frá því í gær.  Meira »

„Hættið að röfla um borgarlínu“

13:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að slæmt gengi Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum megi rekja til þess að flokkurinn hafi brugðist þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Meira »

Reyna á myndun nýs meirihluta

12:23 Oddvitar fjögurra flokka hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu. Meira »

Segir Viðreisn hafa mikið að sanna

12:14 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að eftir góðan árangur í sveitarstjórnarkosningunum þurfi Viðreisn að sýna kjósendum að raunverulegar breytingar fylgi því að greiða flokkinum atkvæði. Meira »

Dagur útilokar samstarf við Eyþór

12:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að ekki komi til greina að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur starfi saman í borgarstjórn. Frá þessu greindi hann í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Nánast hnífjafnt

12:08 Ef horft er á niðurstöður kosninganna í sveitarfélögunum sjö á höfuðborgarsvæðinu og ellefu stærstu sveitarfélögunum annars staðar á landinu þá kemur í ljós að kynjahlutföllin í sveitarstjórnum þessara 18 sveitarfélaga eru nánast jöfn. Meira »

17 ára á 150 km hraða

11:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för sautján ára gamals ökumanns í nótt en hann var mældur á 150 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þar sem ökumaðurinn er ekki orðinn átján ára gamall var haft samband við foreldra hans og þeim tilkynnt um atvikið. Meira »

„Skýrt ákall um breytingar“

11:50 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir Sjálfstæðisflokkinn vera með lang sterkustu stöðuna þegar litið er á heildarniðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í gær. Meira »

Hafði verið með hótanir

11:36 Einn er í haldi lögreglu í tengslum við eld í fjölbýli við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. Hann er grunaður um að hafa kveikt í en hann hafði haft í hótunum við einn íbúa hússins áður. Meira »

Lést í eldsvoða í Kópavogi

11:29 Maður um sjötugt lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Gullsmára í gærkvöldi. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldsupptök séu enn í rannsókn. Meira »

„Ég vil styðja þá báða“

11:14 Flokkur fólksins kemur nýr inn í borgarstjórn Reykjavíkur með einn fulltrúa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þarna er Flokkur fólksins að stíga sín fyrstu skref og fóta sig í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Inga í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Útilokar Sjálfstæðisflokkinn

10:36 „Þetta er stórsigur hjá okkur sósíalistum vegna þess við erum glænýr flokkur með lítið sem ekkert fjármagn á bak við sig. Það er glæsilegt að sjá almenning standa saman, rísa upp gegn óréttlætinu og ná þessum árangri,“ segir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »

Fjörug kosninganótt á Twitter

10:26 Sveitarstjórnarkosningarnar voru áberandi á samfélagsmiðlum í gær og lífleg umræða myndaðist á Twitter eftir því sem leið á kosninganóttina eins og við var að búast. Meira »
Vantar þig íbúð með húsgögnum!
Skammtímaleiga, góð 2 herbergja íbúð með svölum á 2. hæð við Bergstaðastræti. H...
Ertu með ristilkrabba á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Starf á tæknisviði
Sérfræðistörf
Viltu móta framtíðar fiskvinnslu? Samh...