Tónlistarskólakennarar sömdu

Frá fundi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Sambands …
Frá fundi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöld. Ljósmynd/KÍ

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) skrifaði undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga í gærkvöld, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn gildir út mars 2019.

Fundur, sem var níundi fundur samningsaðila í lotunni, stóð yfir frá því fyrir hádegi í gær.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í næstu viku og í framhaldinu fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um samninginn. Niðurstaða þarf að liggja fyrir 28. maí. 

Samninganefnd félagsins er ánægð með framvindu þeirrar vinnu samningsaðila sem staðið hefur yfir síðastliðið ár. „Það er mat samninganefndarinnar að vinnan hafi skilað í senn faglegri, skilvirkri og ánægjulegri vinnu við samningaborðið,“ segir í tilkynningu frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert