Ákærður fyrir myndatöku af fyrrverandi sambýliskonu

Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu.
Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa tekið ljósmynd af henni sofandi ásamt öðrum karlmanni og dreift henni til þriggja annarra einstaklinga á Facebook.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi tekið ljósmynd á síma sinn af konunni hálfnakinni og karlmanninum nöktum þar sem þau lágu sofandi í rúmi. Sendi hann myndina í kjölfarið á þrjá aðra einstaklinga. Er hann sagður með háttsemi sinni hafa móðgað og smánað konuna auk þess að særa blygðunarsemi hennar.

Konan fer auk þess fram á að fá greiddar 800 þúsund krónur í miskabætur auk greiðslu lögmannsþóknunar og málskostnaðar.

Málið var þingfest á miðvikudaginn í héraðsdómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert