Segir Ragnar fara fram með offorsi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við Ragnar höfum verið ósammála um leiðir í kjarabaráttu, það er engin launung á því, en mér þykir nokkuð merkilegt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu. Ég er talsmaður þess að eiga samtal, bæði við samherja mína og andstæðinga og ég lít nú á Ragnar sem samherja minn. Við erum að sinna baráttu sömu hópanna.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is, inntur eftir viðbrögðum við ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í Morgunblaðinu í dag þess efnis að hann ætli að lýsa vantrausti á Gylfa öðru hvoru megin við helgina. Hann hafi áður lýst vantrausti á Gylfa en ætli núna að gera það með formlegum hætti.

Tilefnið er myndband á vegum ASÍ sem VR og Framsýn hafa sagt gera lítið úr kjarabaráttu verkafólks. Farið er yfir þróun kjaramála í myndbandinu undanfarna áratugi og færð rök fyrir því að „vel skipulögð sókn með raunhæf langtímamarkmið“ hafi skilað launafólki meiri kjarabót en átök fyrri áratuga. Kröfu um að taka myndbandið niður var hafnað af ASÍ.

„Það er náttúrulega ekkert nýtt að Ragnar lýsi yfir vantrausti á mig. Hann hefur gert það áður eins og haft er eftir honum í fréttinni. Nú ætlar hann að gera það með formlegum hætti og ég bíð bara spenntur eftir því að sjá hvernig það verður,“ segir Gylfi. Bendir hann á að næsta þing ASÍ fari fram í október í haust og fram að því hafi hann fullt umboð.

Ræði hvort breyta eigi stefnunni

„ASÍ hefur býsna lengi haft mjög skýra stefnu og afstöðu til þessa viðfangsefnis. Sumt af því er formlega á könnu sambandsins, til að mynda samskipti við stjórnvöld. Við höfum verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld á undanförnum árum vegna þess að við teljum þau ekki skipta kökunni rétt,“ segir Gylfi. Eins sé ljóst að samningarétturinn sé hjá aðildarfélögunum.

„Hins vegar hafa aðildarfélög ASÍ á undanförnum áratugum, eiginlega frá upphafi þessarar baráttu, freistað þess að hafa einhverja sameiginlega sýn á aðferðir í kjarabaráttu. Það hafa alveg skipst á skin og skúrir í þeim efnum og verið mismunandi stefnur mótaðar,“ segir hann. Til að mynda hafi orðið stefnubreyting 1990 með þjóðarsáttinni svokallaðri.

„Mér finnst full ástæða til þess að ræða það bara opinskátt hvort tími sé kominn til þess að breyta þessari stefnu aftur. Ég er alveg til í þá umræðu á meðal aðildarfélaga ASÍ og okkar félagsmanna. Á endanum treysti ég því að þeir muni eins og alltaf komast að skynsamlegri niðurstöðu sem verði einfaldlega rétt. En það gerist ekki með því að banna umræðu.“

„Ég er einmitt að tala við grasrótina“

Gylfi segir að samtök eins og ASÍ með um 120 þúsund félagsmenn geti ekki leyft sér að, og megi ekki, banna umræðu og að það gert á grundvelli yfirlýsinga um að grasrótin eigi að ráða. „Ég er einmitt að tala við grasrótina, beina til hennar upplýsingum og segja: Hvað viljið þið gera með þessa stefnu. Þá vilja þeir sem kenna sig við grasrótina banna umræðuna.“

Gylfi segir að ASÍ sé stolt af þeirri stefnu sem sambandið hafi mótað og telji að hún hafi skilað árangri. Mælikvarðinn á það sé kaupmáttur, hversu mikið hægt sé að fá fyrir krónurnar. Hann vísað þeirri gagnrýni Ragnars Þórs á bug að ekki sé komið inn á bankahrunið í myndbandinu enda komi fram að þá hafi orðið lækkun á kaupmætti.

„Hins vegar er ekki hægt að koma allri sögu kjarabaráttunnar fyrir í einnar mínútu umfjöllun um kjarabaráttu. Enda erum við með tvö önnur myndbönd sem minna hefur verið talað um. Meðal annars um framgöngu stjórnvalda. Ég held að við Ragnar séum sammála í þeim efnum sem er kannski ástæða fyrir því að hann minnist ekkert á það myndband.“

Hótanir afleiðing viðbragðsleysis

Gylfi segir hafa vantað að fá fram í hverju stefnumunurinn á milli hans og Ragnars liggi. „Við þekkjum persónumuninn og allt í lagi með það. Hann hefur til að mynda farið gegn mér sem forsetaefni. Það er ekkert nýtt og ekkert við því að segja. En hreyfingin og samfélagið allt hlýtur að kalla eftir því hver stefnumunurinn sé og láta þá umræðuna hverfast um það.“

„Ég ber auðvitað þá skyldu gagnvart mínum samtökum að stuðla að upplýstri umræðu,“ segir Gylfi. Hann kippi sér ekkert upp við það að forystumenn stéttarfélaga hóti átökum á vinnumarkaði. Hótanir séu vegna þess að ekki sé verið að hlusta og framkvæma. Þar skipti aðkoma stjórnvalda miklu máli sem geti liðkað fyrir samningum með ýmsum móti.

„Þegar samtal hefur átt sér stað lengi um erfiðleika okkar fólks og á móti kemur aðeins sinnuleysi og viðbragðsleysi þá eru stjórnvöld ekki í aðstöðu til þess að lýsa yfir furðu á því að samtal breytist í hótanir. Forsætisráðherra verður að átta sig á því að ekki er nóg að lýsa yfir skilningi á aðstæðum fólks. Það verður að gera eitthvað til að breyta þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tækifæri fyrir nýsköpun á Eiðistorgi

09:00 „Mikið af þessu tengist því að ég er alinn upp á Seltjarnarnesi og hef enn sterk tengsl við bæinn. Þetta er mitt bæjarfélag,“ segir Jón von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, sem talsvert hefur fjárfest á Seltjarnarnesi undanfarin ár. Meira »

Sveinbjörg Birna kynnti lag á K100

08:16 „Ef þetta er Tarzan lag þá er ég bara Jane,“ sagði Sveinbjörg Birna á inngangskafla lagsins Tarzan Boy með Baltimora í Magasíninu á K100. Meira »

16 stiga hiti í dag

06:35 Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Önnur lægð er væntanleg yfir landið á morgun. Meira »

Lét öllum illum látum

06:27 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálftvö í nótt um hávaða og læti úr íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var einn íbúi mjög æstur og hafði skemmt eitthvað af innanstokksmunum. Meira »

Fulltrúar 8 framboða ná kjöri

05:50 Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor, en Flokkur fólksins engan sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Meira »

Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

05:30 Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða. Meira »

Ekki skylt að skrá leigutekjur

05:30 Sú krafa er ekki gerð til borgarfulltrúa í reglum borgarinnar um hagsmunaskráningu að þeir geti hagsmuna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Meira »

Borgin hindrar ljós í Kjós

05:30 Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Meira »

Átakafundur í Kópavogi

05:30 Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt, 10-20 metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »
Toyota Corolla Wagon 1.6 SOL 2005 ek 92 þús
Ekinn 91 þús km Beinskiptur AC Digital miðstöð Aksturtölva 2 eigendur Sko...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Ukulele
...
 
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...