Segir Ragnar fara fram með offorsi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við Ragnar höfum verið ósammála um leiðir í kjarabaráttu, það er engin launung á því, en mér þykir nokkuð merkilegt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu. Ég er talsmaður þess að eiga samtal, bæði við samherja mína og andstæðinga og ég lít nú á Ragnar sem samherja minn. Við erum að sinna baráttu sömu hópanna.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is, inntur eftir viðbrögðum við ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í Morgunblaðinu í dag þess efnis að hann ætli að lýsa vantrausti á Gylfa öðru hvoru megin við helgina. Hann hafi áður lýst vantrausti á Gylfa en ætli núna að gera það með formlegum hætti.

Tilefnið er myndband á vegum ASÍ sem VR og Framsýn hafa sagt gera lítið úr kjarabaráttu verkafólks. Farið er yfir þróun kjaramála í myndbandinu undanfarna áratugi og færð rök fyrir því að „vel skipulögð sókn með raunhæf langtímamarkmið“ hafi skilað launafólki meiri kjarabót en átök fyrri áratuga. Kröfu um að taka myndbandið niður var hafnað af ASÍ.

„Það er náttúrulega ekkert nýtt að Ragnar lýsi yfir vantrausti á mig. Hann hefur gert það áður eins og haft er eftir honum í fréttinni. Nú ætlar hann að gera það með formlegum hætti og ég bíð bara spenntur eftir því að sjá hvernig það verður,“ segir Gylfi. Bendir hann á að næsta þing ASÍ fari fram í október í haust og fram að því hafi hann fullt umboð.

Ræði hvort breyta eigi stefnunni

„ASÍ hefur býsna lengi haft mjög skýra stefnu og afstöðu til þessa viðfangsefnis. Sumt af því er formlega á könnu sambandsins, til að mynda samskipti við stjórnvöld. Við höfum verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld á undanförnum árum vegna þess að við teljum þau ekki skipta kökunni rétt,“ segir Gylfi. Eins sé ljóst að samningarétturinn sé hjá aðildarfélögunum.

„Hins vegar hafa aðildarfélög ASÍ á undanförnum áratugum, eiginlega frá upphafi þessarar baráttu, freistað þess að hafa einhverja sameiginlega sýn á aðferðir í kjarabaráttu. Það hafa alveg skipst á skin og skúrir í þeim efnum og verið mismunandi stefnur mótaðar,“ segir hann. Til að mynda hafi orðið stefnubreyting 1990 með þjóðarsáttinni svokallaðri.

„Mér finnst full ástæða til þess að ræða það bara opinskátt hvort tími sé kominn til þess að breyta þessari stefnu aftur. Ég er alveg til í þá umræðu á meðal aðildarfélaga ASÍ og okkar félagsmanna. Á endanum treysti ég því að þeir muni eins og alltaf komast að skynsamlegri niðurstöðu sem verði einfaldlega rétt. En það gerist ekki með því að banna umræðu.“

„Ég er einmitt að tala við grasrótina“

Gylfi segir að samtök eins og ASÍ með um 120 þúsund félagsmenn geti ekki leyft sér að, og megi ekki, banna umræðu og að það gert á grundvelli yfirlýsinga um að grasrótin eigi að ráða. „Ég er einmitt að tala við grasrótina, beina til hennar upplýsingum og segja: Hvað viljið þið gera með þessa stefnu. Þá vilja þeir sem kenna sig við grasrótina banna umræðuna.“

Gylfi segir að ASÍ sé stolt af þeirri stefnu sem sambandið hafi mótað og telji að hún hafi skilað árangri. Mælikvarðinn á það sé kaupmáttur, hversu mikið hægt sé að fá fyrir krónurnar. Hann vísað þeirri gagnrýni Ragnars Þórs á bug að ekki sé komið inn á bankahrunið í myndbandinu enda komi fram að þá hafi orðið lækkun á kaupmætti.

„Hins vegar er ekki hægt að koma allri sögu kjarabaráttunnar fyrir í einnar mínútu umfjöllun um kjarabaráttu. Enda erum við með tvö önnur myndbönd sem minna hefur verið talað um. Meðal annars um framgöngu stjórnvalda. Ég held að við Ragnar séum sammála í þeim efnum sem er kannski ástæða fyrir því að hann minnist ekkert á það myndband.“

Hótanir afleiðing viðbragðsleysis

Gylfi segir hafa vantað að fá fram í hverju stefnumunurinn á milli hans og Ragnars liggi. „Við þekkjum persónumuninn og allt í lagi með það. Hann hefur til að mynda farið gegn mér sem forsetaefni. Það er ekkert nýtt og ekkert við því að segja. En hreyfingin og samfélagið allt hlýtur að kalla eftir því hver stefnumunurinn sé og láta þá umræðuna hverfast um það.“

„Ég ber auðvitað þá skyldu gagnvart mínum samtökum að stuðla að upplýstri umræðu,“ segir Gylfi. Hann kippi sér ekkert upp við það að forystumenn stéttarfélaga hóti átökum á vinnumarkaði. Hótanir séu vegna þess að ekki sé verið að hlusta og framkvæma. Þar skipti aðkoma stjórnvalda miklu máli sem geti liðkað fyrir samningum með ýmsum móti.

„Þegar samtal hefur átt sér stað lengi um erfiðleika okkar fólks og á móti kemur aðeins sinnuleysi og viðbragðsleysi þá eru stjórnvöld ekki í aðstöðu til þess að lýsa yfir furðu á því að samtal breytist í hótanir. Forsætisráðherra verður að átta sig á því að ekki er nóg að lýsa yfir skilningi á aðstæðum fólks. Það verður að gera eitthvað til að breyta þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...