Byrjaði á Lærdómsveginum á geðdeild

Friðþór er nú á góðum stað í lífinu og þakklátur ...
Friðþór er nú á góðum stað í lífinu og þakklátur fyrir fjölskyldu og vini. Hann hvetur fólk til að tjá tilfinnngar sínar áður en það er of seint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tókum strax ákvörðun um að geðsjúkdómur minn væri ekki tabú. Það skiptir máli og gerir okkur öllum gott að ræða hlutina á opinskáan hátt,“ segir Friðþór Vestmann Ingason, sjúkraliði og þroskaþjálfi sem gaf út bókina, Lærdómsvegurinn, þar sem hann lýsir á rauntíma baráttu sinni við geðsjúkdóminn, geðhvörf tvö og mikið þunglyndi sem hann gekk í gegnum.

„Það skiptir mig miklu máli að umræða um geðsjúkdóma og geðbatterríið sé jákvæð. Margir hafa fengið góðan bata og það er hægt að nýta sér geðsjúkdóma á jákvæðan hátt,“ segir Friðþór sem alinn er upp í Vestmannaeyjum. Hann flutti þaðan 1999 þegar hann elti eiginkonu sína, Ragnheiði Jónsdóttur, til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám þroskaþjálfafræði.

„Ég vann með fötluðum í Eyjum og kynntist málefnum þeirra í gegnum mömmu sem vann í kertaverksmiðjunni Heimaey. Í sumarvinnu 1999 kynntist ég Ragnheiði, sem kom til Eyja til að klára stúdentspróf og starfa með hópi fatlaðra einstaklinga. Þegar Ragga fór í námið kunni ég illa við að vera einn í Eyjum og fór með henni en ætlaði strax aftur til baka en hér er ég enn,“ segir Friðþór sem býr í Reykjavík. Hann menntaði sig sem sjúkraliða og vann við það þar til hann fór í nám í þroskaþjálfafræðum við HÍ. Hann starfar nú sem deildarstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlaða.“

Friðþór segir veikindin fyrst hafa komið í ljós árið 2010.

„Það var gríðarleg keyrsla á mér þegar ég var að skila lokaritgerðinni í HÍ. Ég svaf nánast ekkert í 10 sólarhringa . Eftir skilin fann ég fyrir þyngslum og skrítnum tilfinningum og var greindur með miðlungsþunglyndi. Árið 2016 hætti ég að geta sofið. Það og erfið samskipti á vinnustað 2014 settu sjúkdóminn í gang,“ segir Friðþór sem segir að gömul óuppgerð mál hafi komið upp. Einelti á vinnustað og sem barn í Eyjum, drykkja foreldra og ábyrgð í kjölfarið sem hann tókst á við allt of ungur.

„Tengingin við raunveruleikann brast og þar með rökhugsunin. Á geðrofatímabilinu tók ég ekki eftir því sjálfur í hvað stefndi og upplifði að allt væri rétt hjá mér, meðan allir aðrir voru ómögulegir. Ég var reiður og pirraður út í allt og alla. Umhverfið var mér erfitt og ég náði ekki að tækla neitt,“ segir Friðþór sem sveiflaðist á milli maníu og þunglyndis sem einkennir geðhvörf tvö.

„Ég var í maníu í einhverja daga, hámark viku í einu og svo kom skellurinn og þunglyndið á eftir. Maníutímabilið var skemmtilegt og hamingja út um allt. Ég var á fullu í félagsstarfi, vann mikið og fór út í það að kaupa utanlandsferðir fyrir fjölskylduna annan hvern mánuð. Sem betur fer keypti ég ekki dýrar ferðir,“ segir Friðþór og hlær, en bætir svo við alvarlegur: „Ég var alltaf eitthvað svo þreyttur á sjálfum mér og konunni fannst þetta ástand orðið skrýtið,“ segir Friðþór sem endaði á bráðamótttöku geðdeildar.

 Gimsteinninn Fjóla Katrín

„Ég var heppinn að greiningin tók ekki langan tíma. Í dag er ég á góðum stað og held sjúkdómnum niðri með lyfjum, passa að álag sé ekki of mikið, lifi í fastri rútínu og er í viðtölum hjá sálfræðingi einu sinni í mánuði og eftir þörfum. Lyfin hjálpa mér heilmikið en í sálfræðimeðferðin mest. Sálfræðingurinn minn, Fjóla Katrín Steinsdóttir, er algjör gimsteinn og ég er henni óendanlega þakklátur fyrir hjálpina. Fjóla færði mér verkfæri sem ég nota til þess að halda sjúkdómnum niðri og hugræn atferlismeðferð hefur hjálpað mér að henda reiður á hugsununum,“ segir Friðþór

„Það er gríðarlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta sé niðurgreidd. Ég geng til sálfræðings einu sinni í mánuði og oftar ef líðan mín þannig. Hver tími kostar 10 til 16.000 krónur. Ég þurfti mikið á sálfræðingi að halda árið 2017 og það kostaði mig nokkur hundruð þúsund,“ segir Friðþór sem vonast til þess að ráðamenn átti sig á mikilvægi sálfræðiaðstoðar.

„Kostnaður getur fælt fólk frá að nýta sér þjónustu sem getur í raun aukið lífsgæði fólks.“

Friðþór segir að eitt af markmiðum bókarinnar sé að fjalla jákvætt um geðsjúkdóma og geðheilbrigðiskerfið.

Sjá viðtal við Friðþór í heild í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....