Fyrsta málminum tappað af ofninum

Starfsmenn PCC vinna að því að tappa fyrsta kísilmálminum af …
Starfsmenn PCC vinna að því að tappa fyrsta kísilmálminum af ljósbogaofninum sem enn er verið að keyra upp í full afköst.

Fyrsta kísilmálminum var í gær tappað af ljósbogaofni kísilvers PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. Á ýmsu hefur gengið við upphitun ofnsins en hún hefur þó verið án slysa á fólki og nágrannar verksmiðjunnar hafa ekki orðið varir við mengun frá henni.

Enn er verið að hita upp fyrsta ofninn, Birtu, en Hafsteinn Viktorsson, forstjóri fyrirtækisins, vonast til að hann verði kominn í fullan rekstur um helgina.

„Alltaf eru að koma upp smávægileg vandamál og allt tekur þetta lengri tíma en reiknað var með. Við förum gætilega. Ætlum hvorki að leggja starfsfólk okkar í hættu né leggja of mikið á umhverfið,“ segir Hafsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert