Heiðarbyggð vinsælasta nafnið

Í Sandgerði.
Í Sandgerði. mbl.is/Sigurður Bogi

Heiðarbyggð er líklegt nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. Það fékk meirihluta greiddra atkvæða í fyrri umferð atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Grunnskólanemar höfðu einnig sett það efst í skuggakosningu í skólunum.

Heiðarbyggð fékk 51,4% atkvæða í fyrri umferðinni, Suðurbyggð 23,4%. Greidd eru atkvæði að nýju á milli þessara tveggja tillagna. Atkvæðagreiðslan er hafin og stendur fram til miðnættis á fimmtudagskvöld. Atkvæðagreiðslan er ráðgefandi því sveitarstjórnin sem tekur til starfa eftir kosningar ber endanlega ábyrgð á nafngiftinni.

Þrjú önnur heiti voru í spilunum. Útnesjabyggð sem Örnefnastofnum mælti með féll úr leik með 15% stuðning og Nesjabyggð og Ystabyggð fengu færri atkvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert