Ekki í leit að sökudólgum

Frá fiskeldi í Berufirði.
Frá fiskeldi í Berufirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er í kvöld er leitast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvíaeldis á íslenska náttúru. Einn sérfræðinga sem rætt er við í myndinni telur Íslendinga eiga að færa kvíarnar upp á land.

Undir yfirborðinu er heitir á nýrri heimildarmynd eftir Þorstein J. sem frumsýnd verður á RÚV í kvöld. Þorsteinn hefur unnið að myndinni síðastliðið ár ásamt Óskari Páli Sveinssyni tökumanni, Gunnari Árnasyni hljóðmanni og fleirum. Myndin fjallar um afleiðingar sjókvíaeldis á íslenska náttúru og fer víða í að sýna fram á alvarleika málsins.

Þorsteinn J Vilhjálmsson
Þorsteinn J Vilhjálmsson mbl.is/Golli

„Myndin er gerð til að skoða stóru myndina og útskýra fyrir fólki um hvað málið snýst. Myndin er ekki gerð til höfuðs neinum, þetta er ekki gert til að finna einhverja sökudólga. Hún er gerð fyrir okkur Íslendinga til að finna leið út úr þessum ógöngum sem við erum komin í,“ segir Þorsteinn.

Fyrst og fremst náttúruverndarmál

„Það sem okkur hefur vantað fram að þessu, finnst mér, er að sjá heildarmyndina. Þetta snýst ekki bara um Vestfirði eða Austfirði eða hagsmuni 1.500 bænda sem eiga veiðirétt á laxi og silungsveiði á Íslandi, heldur er þetta náttúruverndarmál sem skiptir alla Íslendinga máli.“

Þorsteinn segir málið ekki hverfast um það að vera á móti laxeldi. „Ég er ekki á móti laxeldi frekar en nokkur maður. En það skiptir máli hvernig það er gert. Hvort það er gert í sjó eða á landi. Við þurfum að spyrja okkur hvað er í húfi áður en við spyrjum okkur hversu mörg störf skapast eða hversu mikill gróði verður af þessu. Það sem er í húfi er náttúra Íslands og villtir laxastofnar sem við eigum að bera ábyrgð á að eyðileggist ekki.“

Eftirliti ábótavant

Eftirlitsstofnanir hafa verið gagnrýndar fyrir að sinna sínu hlutverki illa þegar kemur að fiskeldi. „Ég horfi þó fyrst og fremst til eftirlitsstofnana fremur en til laxeldisfyrirtækjanna. Ég er ekkert í vafa um að laxeldisfyrirtæki eru að gera sitt besta en það er gríðarlegur skortur á eftirliti. Við vitum í raun ofboðslega lítið um hvað er að gerast þarna. Laxeldisfyrirtækin hafa sjálf kvartað yfir því og beðið um frekara eftirlit, sem er frábært. En það breytir þó ekki þeirri meginstaðreynd að aðferðin er hættuleg. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá aðstæður í Svíþjóð og ekki síst í Seattle, sjá framtíð okkar Íslendinga þar ef svo má segja, og tala við fólk sem hefur barist gegn yfirgangi þessara stóru laxeldisfyrirtækja um árabil.“

Fiskeldi.
Fiskeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrelt aðferð við eldi

Kurt Beardslee, framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy í Washington í Bandaríkjunum, er meðal viðmælenda í heimildarmynd Þorsteins. Hann hefur barist í um 15 ár gegn sjókvíaeldi og náði loks árangri fyrir stuttu þegar þingið í Washington-ríki samþykkti að frá og með árinu 2022 væri sjókvíaeldi ekki leyft. Notast yrði við aðrar aðferðir.

Sjókvíaeldi væri í raun gamaldags aðferð sem aðrar þjóðir, meðal annars Norðmenn sem eiga í fyrirtækjum á Íslandi, væru að skoða mjög ítarlega að hætta að nota og færa eldið annaðhvort út á rúmsjó eða upp á land í sínu heimalandi.

Beardslee telur Íslendinga geta komið í veg fyrir þann stóra umhverfisvanda sem aðrar þjóðir hafa þurft að horfast í augu við með því að færa kvíarnar upp á land. Á Íslandi er nú þegar landeldi stundað í Öxarfirði og suður með sjó, hjá Landorku. Þorsteinn tekur undir með Beardslee. „Af hverju í ósköpunum viljum við koma til leiks með aðferðir sem aðrir eru að losa sig við? Við höfum tækifæri til að gera þetta rétt. Ef við horfum til sjávarútvegsins, þá hefur okkur lánast það að gera íslenska sjávarútveginn sjálfbæran og höfum þar af leiðandi sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem þjóð sem tekur ábyrgð á auðlindum sínum, líkt og Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir í myndinni. Viljum við ekki gera eins með fiskeldið?“ 

Viðtalið er hægt að lesa í fullri lengd í Sunnudagsmogganum í dag.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Tveir menn í farbanni

13:10 Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. Meira »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...