Ekki í leit að sökudólgum

Frá fiskeldi í Berufirði.
Frá fiskeldi í Berufirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er í kvöld er leitast við að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvíaeldis á íslenska náttúru. Einn sérfræðinga sem rætt er við í myndinni telur Íslendinga eiga að færa kvíarnar upp á land.

Undir yfirborðinu er heitir á nýrri heimildarmynd eftir Þorstein J. sem frumsýnd verður á RÚV í kvöld. Þorsteinn hefur unnið að myndinni síðastliðið ár ásamt Óskari Páli Sveinssyni tökumanni, Gunnari Árnasyni hljóðmanni og fleirum. Myndin fjallar um afleiðingar sjókvíaeldis á íslenska náttúru og fer víða í að sýna fram á alvarleika málsins.

Þorsteinn J Vilhjálmsson
Þorsteinn J Vilhjálmsson mbl.is/Golli

„Myndin er gerð til að skoða stóru myndina og útskýra fyrir fólki um hvað málið snýst. Myndin er ekki gerð til höfuðs neinum, þetta er ekki gert til að finna einhverja sökudólga. Hún er gerð fyrir okkur Íslendinga til að finna leið út úr þessum ógöngum sem við erum komin í,“ segir Þorsteinn.

Fyrst og fremst náttúruverndarmál

„Það sem okkur hefur vantað fram að þessu, finnst mér, er að sjá heildarmyndina. Þetta snýst ekki bara um Vestfirði eða Austfirði eða hagsmuni 1.500 bænda sem eiga veiðirétt á laxi og silungsveiði á Íslandi, heldur er þetta náttúruverndarmál sem skiptir alla Íslendinga máli.“

Þorsteinn segir málið ekki hverfast um það að vera á móti laxeldi. „Ég er ekki á móti laxeldi frekar en nokkur maður. En það skiptir máli hvernig það er gert. Hvort það er gert í sjó eða á landi. Við þurfum að spyrja okkur hvað er í húfi áður en við spyrjum okkur hversu mörg störf skapast eða hversu mikill gróði verður af þessu. Það sem er í húfi er náttúra Íslands og villtir laxastofnar sem við eigum að bera ábyrgð á að eyðileggist ekki.“

Eftirliti ábótavant

Eftirlitsstofnanir hafa verið gagnrýndar fyrir að sinna sínu hlutverki illa þegar kemur að fiskeldi. „Ég horfi þó fyrst og fremst til eftirlitsstofnana fremur en til laxeldisfyrirtækjanna. Ég er ekkert í vafa um að laxeldisfyrirtæki eru að gera sitt besta en það er gríðarlegur skortur á eftirliti. Við vitum í raun ofboðslega lítið um hvað er að gerast þarna. Laxeldisfyrirtækin hafa sjálf kvartað yfir því og beðið um frekara eftirlit, sem er frábært. En það breytir þó ekki þeirri meginstaðreynd að aðferðin er hættuleg. Það hafði mikil áhrif á mig að sjá aðstæður í Svíþjóð og ekki síst í Seattle, sjá framtíð okkar Íslendinga þar ef svo má segja, og tala við fólk sem hefur barist gegn yfirgangi þessara stóru laxeldisfyrirtækja um árabil.“

Fiskeldi.
Fiskeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrelt aðferð við eldi

Kurt Beardslee, framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy í Washington í Bandaríkjunum, er meðal viðmælenda í heimildarmynd Þorsteins. Hann hefur barist í um 15 ár gegn sjókvíaeldi og náði loks árangri fyrir stuttu þegar þingið í Washington-ríki samþykkti að frá og með árinu 2022 væri sjókvíaeldi ekki leyft. Notast yrði við aðrar aðferðir.

Sjókvíaeldi væri í raun gamaldags aðferð sem aðrar þjóðir, meðal annars Norðmenn sem eiga í fyrirtækjum á Íslandi, væru að skoða mjög ítarlega að hætta að nota og færa eldið annaðhvort út á rúmsjó eða upp á land í sínu heimalandi.

Beardslee telur Íslendinga geta komið í veg fyrir þann stóra umhverfisvanda sem aðrar þjóðir hafa þurft að horfast í augu við með því að færa kvíarnar upp á land. Á Íslandi er nú þegar landeldi stundað í Öxarfirði og suður með sjó, hjá Landorku. Þorsteinn tekur undir með Beardslee. „Af hverju í ósköpunum viljum við koma til leiks með aðferðir sem aðrir eru að losa sig við? Við höfum tækifæri til að gera þetta rétt. Ef við horfum til sjávarútvegsins, þá hefur okkur lánast það að gera íslenska sjávarútveginn sjálfbæran og höfum þar af leiðandi sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem þjóð sem tekur ábyrgð á auðlindum sínum, líkt og Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir í myndinni. Viljum við ekki gera eins með fiskeldið?“ 

Viðtalið er hægt að lesa í fullri lengd í Sunnudagsmogganum í dag.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »

Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

10:51 Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki hægt að græða á HM

10:43 Heimseistaramótið í fótbolta er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi. En viðskiptin á bakvið keppnina er líka mjög áhugaverður heimur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki að hagnast á keppninni. Meira »

Mosfellsbær vex í allar áttir

09:49 Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbúum hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 3000 km. Bí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...