ESB bregst við umræðu um tollkvóta á kjöti

Í sláturhúsi SS á Selfossi.
Í sláturhúsi SS á Selfossi. mbl.is/RAX

Evrópusambandið gengur út frá því að miðað sé við vöruvigt við ákvörðun tollkvóta, þ.e.a.s. kjöt án þess að bein séu sérstaklega reiknuð inn í þyngdina. Þetta kemur fram í tilkynningu Evrópusambandsins á Íslandi, vegna umræðu um landbúnaðarsamninga Íslands og ESB sem undirritaðir voru árið 2015. Undir tilkynninguna ritar Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.

Umræður um útreikning tollkvótanna hafa staðið yfir í nokkra daga og ekki eru allir á einu máli um viðmiðin samkvæmt samningunum. Upphafið má rekja til skýrslu starfshóps um tollasamning og mótvægisaðgerðir stjórnvalda þar sem lagt var til að „við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.“

Mann útskýrir að vöruvigt gildi, hafi annað ekki verið sérstaklega tekið fram í texta samningsins. Í samningnum frá árinu 2015 komi hvergi fram að aðilar muni notast við skrokkavigt (kjöt með beini). Þó sé í gildi undantekning vegna lambakjöts sem eigi sér „sögulegar skýringar“.

Í athugasemdum við færslu Evrópusambandsins á Facebook segir að forsaga undantekningarinnar sé í skoðun hjá samstarfsfólki sendinefndar ESB í Brussel, en við fyrstu sýn virðist hún vera arfleifð frá GATT (alþjóðasamningi um tolla og vöruviðskipti frá 1994) sem hafi af einhverjum ástæðum lifað áfram í samningnum við Ísland frá árinu 2015.

Gagnrýna áform ráðherra

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu óskuðu í síðustu viku eftir upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu um hvernig staðið hefði verið að útreikningunum frá því fyrri samningar við ESB um innflutning á landbúnaðarvörum voru gerðir árið 2007. Gagnrýndu samtökin að íslensk stjórnvöld hygðust reikna innflutning á kjöti út með beini og sögðu að breytingin fæli í sér verulega skerðingu á því magni sem nú væri heimilað að flytja inn samkvæmt tollkvótum eða um allt að þriðjung.

Félag atvinnurekenda sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, bréf vegna málsins og sagði Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri að áform ráðherra væru algjörlega forkastanleg í ljósi þess að stór hluti þess ávinnings sem í samningum fælist fyrir íslenska neytendur yrði hafður af þeim. Sagði hann ráðherrann ætla sér að skerða einhliða tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjöt sem tollasamningur Íslands og ESB kvæði á um.

Landsamtök sláturleyfishafa sendu síðan frá sér tilkynningu í dag þar sem þau sögðu málflutning Ólafs byggja á röngum upplýsingum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hygðist ekki skerða innflutning fyrir bein í kjöti einhliða með stuðlum. Evrópusambandið hefði alla tíð notast við stuðla við mat á útflutningi á kjöti frá Íslandi. Í því fælist að beinlaust kjöt væri reiknað með stuðlum til að finna ígildi kjöts með beini. Það gæfi augaleið að með þessu skertist magnið sem Ísland gæti flutt út.

„Samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið um tolla­mál er gagn­kvæm­ur samn­ing­ur þar sem Ísland eyk­ur inn­flutn­ings­heim­ild­ir meðal ann­ars á kjötvör­um gegn því að fá aukn­ar heim­ild­ir til út­flutn­ings til markaða Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta er tví­hliða samn­ing­ur þar sem sömu regl­ur hljóta að gilda í báðar átt­ir.“

mbl.is

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...