Meta stöðuna eftir berserksgang frambjóðanda

Horft yfir Laugarás í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Horft yfir Laugarás í Biskupstungum í Bláskógabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Karlmaðurinn, sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í Biskupstungum síðdegis í gær og reyndi að flýja undan lögreglu, er í öðru sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð.

DV greindi fyrst frá.

Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús Landspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans valt þegar hann reyndi að flýja undan lögreglu. Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð, staðfestir í samtali við mbl.is að um sé að ræða Ingvar Örn Karlsson en hann er í öðru sæti Nýs afls.

Jón segir að fundur hafi verið fyrirhugaður hjá flokksmönnum í kvöld og eins og gefur að skilja verður þetta mál til umræðu.

Ég hef verið í sauðburði en hef skoðað hvað við getum gert. Við erum að meta stöðuna,“ segir Jón og bætir við að listinn muni senda frá sér yfirlýsingu eftir fundinn í kvöld.

„Þetta er fyrst og fremst mannlegur harmleikur,“ bætir Jón við.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að maðurinn sé útskrifaður af gjörgæslu en sé enn á Landspítalanum. Rætt verður við hann þegar ástand hans er talið nógu gott til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert