„Mjög gott samtal“ á vinnufundi

Ljósmæður og stuðningsmenn þeirra mótmæla. Næsti vinnufundur verður á miðvikudaginn.
Ljósmæður og stuðningsmenn þeirra mótmæla. Næsti vinnufundur verður á miðvikudaginn. mbl.is/Eggert

„Við áttum mjög gott samtal,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, að loknum vinnufundi með samninganefnd ríkisins í dag.

Annar vinnufundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn.

„Það stóð til að boða hefðbundinn samningafund en niðurstaðan var að vinnufundur yrði heppilegri,“ segir Katrín Sif og bætir við að samtalið hafi breyst og það sé orðið lausnamiðaðra.

„Við leyfum okkur að vera bjartsýnar. Auðvitað verður fólk þreytt eftir langa samningalotu en samningana þurfum við að klára.“

Mál­inu var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 5. fe­brú­ar síðastliðinn og hef­ur lítið þokast áfram í viðræðum deiluaðila þar til eitt­hvað virtist hafa rofað til í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert