Segir launamál hafa skaðað ímynd Hörpu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að launamál starfsmanna í Hörpu hafi skaðað ímynd tónlistar- og ráðstefnuhússins.

Hann segir í samtali við RÚV að nauðsynlegt sé að endurvinna traust á vinnustaðnum.

Hann bætir við að skoða verði hvort krafa um hagræðingu hafi sett stjórnendur Hörpu í vonlausa stöðu.

„Þetta mál hefur sannarlega verið erfitt fyrir Hörpu,“ segir Dagur við RÚV.

„Og þarna hefur slegið í brýnu þar sem fólk upplifir mikið óréttlæti. Ég get alveg sett mig í þau spor. Og þess vegna finnst mér mikilvægt að farið verði yfir málið og gripið til aðgerða, en líka að það sé nægjanlegt samtal til að endurvinna traust inni á vinnustaðnum og fyrir starfsemi í Hörpu.“

mbl.is