Trúir því ekki að hann sé 100 ára

Karl Sigurðsson.
Karl Sigurðsson. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

„Það verður eitthvað haldið upp á daginn. Þetta er stór dagur og ég trúi því eiginlega ekki að ég sé hundrað ára, það er stór tala,“ segir Karl Sigurðsson, skipstjóri og vélstjóri, sem fagnar 100 ára afmæli í dag.

„Ég bý í þjónustuíbúð og sé um mig sjálfur. Ég fæ mat hérna niðri einu sinni á dag en elda mér sjálfur á kvöldin. Ég er frískur, bý um mig og þvæ af mér sjálfur,“ segir Karl en langlífi er algengt í hans fjölskyldu.

„Pabbi varð 99 ára, bróðir minn 102 og móðir mín 96 ára,“ segir Karl sem þakkar langlífið að hafa aldrei reykt.

„Það hefur ekki verið mikið um reykingar í minni fjölskyldu. Ég hætti líka snemma að vinna,“ segir Karl hlæjandi en hann varð skipstjóri um tvítugt,“ segir Karl í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert