13.000 vilja sniðganga Eurovision

Lag Ísraela, Toy, hlaut vinninginn í Eurovision um helgina. Flytjandi …
Lag Ísraela, Toy, hlaut vinninginn í Eurovision um helgina. Flytjandi lagsins var ísraelska söngkonan Netta. AFP

Yfir 13 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Ísraelar sigruðu í keppninni nú um helgina, en margir hafa lýst andúð sinni á hernaði Ísraela í áranna rás í kjölfarið og hvatt til þess að keppnin verði sniðgengin.

Á síðu und­ir­skriftal­ist­ans, sem Árni St. Sig­urðsson stofnaði, seg­ir að „í ljósi mann­rétt­inda­brota Ísra­els­rík­is gagn­vart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verj­andi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovisi­on í skugga þess of­beld­is sem Ísra­el beit­ir ná­granna sína. Ísra­els­ríki hef­ur á und­an­förn­um mánuðum myrt tugi ein­stak­linga fyr­ir það eitt að mót­mæla ástand­inu.“

Fé­lagið Ísland-Palestína hef­ur meðal annarra gagn­rýnt Evr­ópu fyr­ir að hafa ekki staðið með mann­rétt­ind­um þegar Ísra­el stóð uppi sem sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar á laug­ar­dag. Þá hef­ur stjórn­ar­maður vara­stjórn­ar fé­lags­ins hvatt Íslend­inga til að sniðganga keppn­ina.

„Við ger­um fast­lega ráð fyr­ir því að vera með að ári eins og við ger­um alltaf,“ sagði Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, í sam­tali við mbl.is í gær.

„Við get­um orðað það þannig á þessu stigi að það er allt tekið til skoðunar,“ seg­ir Skarp­héðinn. „Við eig­um eft­ir að funda um þetta og meta stöðuna eins og við ger­um alltaf. Það er ým­is­legt sem spil­ar inn í, hvar keppn­in er hald­in og kostnaður við að taka þátt í keppn­inni og svo­leiðis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert